Síðasti kennsludagur annarinnar

08.des.2021

Þó að í dag sé síðasti kennsludagur annarinnar er nóg um að vera. Nokkrir nemendur sem eru komnir vel áleiðis í námi flytja lokaverkefnin sín í áfanganum VERK3VR05 en að margra mati er það einn mikilvægasti áfanginn sem nemendur taka í FAS. Þá eru allir nemendur uppteknir af því að ljúka vinnu í hverjum áfanga og skila inn námsmöppum.

Þennan síðasta kennsludag bauð skólinn nemendum og starfsfólki í hádegismat og þar var flest það á boðstólum sem alla jafnan er að finna á borðum landsmanna á jólum. Eins og svo oft áður töfraði hún Dísa okkar fram dýrindis kræsingar og voru þeim gerð góð skil.

Á morgun byrjar svo lokamat. Staðnemendur mæta í stofu en fjarnemendur fá fundarboð á Teams. Allir eiga að geta séð tímasetningar fyrir lokamat í áföngum sínum á Námsvef.

Við óskum öllum góðs gengis í þessum síðustu verkum annarinnar.

Aðrar fréttir

Uppsetning á Silfurtúnglinu

Uppsetning á Silfurtúnglinu

FAS ætlar í samstarfi við Leikfélag Hornafjarðar að setja upp leikverkið Silfurtúnglið eftir Halldór Laxness á þessari önn. Mánudaginn 17. janúar boðar leikfélagið til kynningarfundar í Hlöðunni sem er á Fiskhól 5. Þar ætlar leikstjórinn Stefán Sturla að fara yfir...

FAS keppir í Gettu betur á fimmtudag

FAS keppir í Gettu betur á fimmtudag

Enn og aftur er spurningkeppnin Gettu betur farin af stað og að sjálfsögðu tekur FAS þátt. Í ár taka 29 skólar þátt í keppninni. Þegar lið voru dregin saman kom í ljós að mótherji FAS í fyrstu umferð er MH. Lið FAS skipa þau Anna Lára Grétarsdóttir, Selma Ýr...

Skólastarf vorannar hafið

Skólastarf vorannar hafið

Skólastarf vorannar í FAS hófst formlega í morgun þegar skólinn var settur. Í máli skólameistara kom fram að reynt verði eftir fremsta megni að hafa skólastarf sem eðlilegast þó að mikið sé um smit af völdum kórónuveirunnar núna. Jafnframt minnti hann á mikilvægi þess...