Jólaljós í FAS

23.nóv.2021

Í dag var komið að jólaskreytingauppbroti í FAS. Þá var felld niður kennsla í einn tíma og allir tóku þátt í því að skreyta efri hæðina í Nýheimum. Það er því mikið um lítrík ljós í húsnæði skólans sem eiga sinn þátt í því að lýsa aðeins upp þann tíma ársins þar sem dagsbirtan dvín frá degi til dags fram að vetrarsólstöðum.
Þeir sem hafa lagt leið sína í Nýheima í dag hafa eflaust tekið eftir bökunarilmi í loftinu. Hún Dísa okkar í kaffiteríunni hefur ekki látið sitt eftir liggja og er búin að baka nokkrar smákökusortir. Þegar lokið var við að skreyta var öllum boðið í rjúkandi heitt súkkulaði og nýbakaðar smákökur. Það er varla hægt að hafa það betra.

Aðrar fréttir

Skrefum 1 og 2 náð í FAS

Skrefum 1 og 2 náð í FAS

Við höfum áður sagt frá því að núna vinnur FAS að því að innleiða græn skref ríkisstofnana. Í síðustu viku fékkst það staðfest að skrefum 1 og 2 hefur verið náð í FAS. Af því tilefni var boðið upp á gómsæta gulrótarköku á kennarastofunni í dag. Núna er verið að vinna...

Hættum að slúðra

Hættum að slúðra

Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Af því tilefni var efnt til uppbrots í FAS og sýndur var stuttur TED fyrirlestur um áhrif þess að slúðra. Eftir að hafa horft á myndina talaði Fríður námsráðgjafi aðeins um það hvað slúður sé og...

Meira af vísindadögum á Stöðvarfirði

Meira af vísindadögum á Stöðvarfirði

Nemendum var skipt í nokkra hópa á vísindadögum í ferðinni á Stöðvarfjörð í síðustu viku. Á meðan nokkrir hópar lögðu áherslu á mannvist á svæðinu voru aðrir að skoða atriði tengd listum. Nú hafa nemendur búið til tvö myndbönd þar sem sjá má brot af því sem fyrir augu...