Select Page

Kvikmyndasýning á hrekkjavöku

03.nóv.2021

Það fór varla fram hjá nokkrum manni að um síðustu helgi var hrekkjavaka en hún nýtur sífellt vaxandi vinsælda hér á landi.

Af því tilefni efndi NemFAS til kvikmyndasýningar á mánudagskvöld í Sindrabæ þar sem hryllingsmyndin “The Visit” var sýnd. Það var góð mæting og alsælir nemendur mauluðu á poppkorni og gosi en nemendafélagið nýtti tækifærið og var með sælgætissölu.

Vonandi hefur nemendafélagið tök á að efna til fleiri sýninga í vetur.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Laugardaginn 21. maí verður útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast átta nemendur af Vélstjórn A og fjórtán stúdentar. Athöfnin fer fram í Nýheimum og hefst klukkan 14.Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Það væri gaman ef þeir sem eiga útskriftarafmæli...

Hæfniferð vor 2022 – Núpstaðaskógur – Skaftafell

Hæfniferð vor 2022 – Núpstaðaskógur – Skaftafell

Eftir langan og skemmtilegan vetur endar námsár nemenda við Fjallamennskunám FAS á áfanganum Hæfniferð. Markmið áfangans er að nemendur undirbúi og skipuleggi eigin ferð á hálendi Íslands. Þegar hópurinn lagðist í fyrstu skipulagsvinnuna þá komu upp margar hugmyndir....

Stjórnarskipti hjá NEMFAS

Stjórnarskipti hjá NEMFAS

Í dag lauk formlega starfi í nemendafélagi FAS á yfirstandandi skólaári. Starfsemi nemendafélagsins hefur gengið þokkalega þó sérstaklega á vorönninni eftir að takmörkunum tengdum covid var aflétt. Fimm klúbbar voru starfandi á skólaárinu og stóðu þeir fyrir...