Select Page

Vettvangs- og upplifunarferð á vísindadögum

01.nóv.2021

Það er löngu orðin hefð í FAS að hafa vísindadaga síðast í október. Annað hvert ár hefur verið farið með staðnemendur í tveggja daga ferð til að kynna sér önnur bæjarfélög og hvað er í gangi þar.
Dagana 27. og 28. október var farið til Stöðvarfjarðar. Þar voru þrír staðir skoðaðir. Fyrst var stoppað var á Kambanesi þar sem vitinn var skoðaður sem og náttúra og mannvist.

Á Stöð innst í Stöðvarfirði eru miklar fornleifarannsóknir og var það næsti viðkomustaður. Þar tóku á móti hópnum Erla Jóna Steingrímsdóttir og Björn Valur Guðmundsson kennari. Þau sögðu frá uppgreftinum og rannsóknum sem hafa átt sér stað og þeim niðurstöðum sem liggja fyrir í dag. Þarna er stærsta langhús sem hefur fundist á Íslandi hingað til og það er talið hafa verið reist 50 – 70 árum fyrir landnám og bendir til þess að þarna hafi menn komið og haft tímabundna búsetu.

Þorpið á Stöðvarfirði var heimsótt og tóku nemendur viðtöl við fólk á staðnum. Einnig var Sköpunarmiðstöðin heimsótt en hún er til húsa í gamla frystihúsinu. Þar hófst uppbygging á listasmiðju 2011 og er hún í miklum blóma í dag. Hópurinn gisti í íþróttahúsinu og hafði þar líka aðstöðu til hópavinnu.

Á leiðinni heim var aftur stoppað á Kambanesi þar sem hóparnir kynntu sína vinnu í ferðinni. Ferðin gekk í alla staði einstaklega vel. Nemendur voru í alla staði til mikillar fyrirmyndar og komu reynslunni ríkari heim síðdegis á fimmtudag. Við þökkum Stöðfirðingum fyrir góðar móttökur.

Aðrar fréttir

Útskrift úr fjallamennskunámi FAS

Útskrift úr fjallamennskunámi FAS

Í dag fór fram útskrift í fjallamennskunáminu í FAS. Af fyrsta ári útskrifuðust 24 nemendur og tveir af öðru ári. Þetta er í fyrsta skipti sem nemendur útskriftast af öðru ári.Við óskum útskriftarnemendum innilega til hamingju með áfangann og óskum þeim jafnframt...

Önnur hæfniferð Fjallamennskunámsins

Önnur hæfniferð Fjallamennskunámsins

Þá er síðasta áfanga fjallamennskunámsins lokið en seinni hópurinn í hæfniferð hefur nýlokið ævintýralegri ferð. Að þessu sinni stóð leiðangur upp á Öræfajökul uppi sem sigurvegari kosninganna en nemendur og kennarar velja í sameiningu verkefni við hæfi í hæfniferð.Á...

Valáfangi í klifri

Valáfangi í klifri

Dagana 22. - 25. maí var annar af tveimur valáföngum í klifri haldinn og tóku níu nemendur þátt í námskeiðinu. Veðrið réði för og námskeiðið byjraði á svæðinu Háabjalla - sem hentar einstaklega vel fyrir byrjendur. Ekki spillti veðrið fyrir en það var sól og blíða....