Lokaráðstefna í DETOUR verkefninu

21.okt.2021

Við höfum áður sagt frá því að FAS er þátttakandi í menntaverkefninu DETOUR sem fjallar um heilsueflandi ferðaþjónustu. Senn líður að lokum DETOUR og verður lokaráðstefna verkefnisins haldin í Nýheimum og á netinu 10. nóvember næstkomandi á milli 15 og 19.

Í upphafi ráðstefnunnar mun Katrín Jakobsdóttir ávarpa ráðstefnugesti. Þá verða fluttir áhugaverðir fyrirlestrar tengdir ferðaþjónustu. Dagskráin er enn í mótun en verður birt um leið og hún er endanleg. Þeir sem vilja vita meira um DETOUR er bent á heimasíðu verkefnisins og einnig er hægt að senda fyrirspurn á hulda@fas.is en það er Hulda Laxdal sem heldur utan um verkefnið af hálfu FAS.

Við vonumst eftir góðri þátttöku allra sem áhuga hafa á heilsu, vellíðan og ferðaþjónustu.

 

Aðrar fréttir

Jólaljós í FAS

Jólaljós í FAS

Í dag var komið að jólaskreytingauppbroti í FAS. Þá var felld niður kennsla í einn tíma og allir tóku þátt í því að skreyta efri hæðina í Nýheimum. Það er því mikið um lítrík ljós í húsnæði skólans sem eiga sinn þátt í því að lýsa aðeins upp þann tíma ársins þar sem...

Skrefum 1 og 2 náð í FAS

Skrefum 1 og 2 náð í FAS

Við höfum áður sagt frá því að núna vinnur FAS að því að innleiða græn skref ríkisstofnana. Í síðustu viku fékkst það staðfest að skrefum 1 og 2 hefur verið náð í FAS. Af því tilefni var boðið upp á gómsæta gulrótarköku á kennarastofunni í dag. Núna er verið að vinna...

Hættum að slúðra

Hættum að slúðra

Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Af því tilefni var efnt til uppbrots í FAS og sýndur var stuttur TED fyrirlestur um áhrif þess að slúðra. Eftir að hafa horft á myndina talaði Fríður námsráðgjafi aðeins um það hvað slúður sé og...