Mælingar á Fláajökli

14.okt.2021

Í dag fóru staðnemendur í áfanganum JARÐ2IJ05 í ferð að Fláajökli til að skoða stöðu jökulsporðsins. Með í för var Snævarr Guðmundsson frá Náttúrustofu Suðausturlands en hann er manna fróðastur hér um slóðir um jökla og breytingar á þeim.

Í ferðum sem þessum er margt að sjá tengt náttúrunni og breytingum á henni. Því er oft staldrað við til að skoða ummerki náttúrunnar, hvort sem það tengist rofi, gróðurframvindu eða öðru sýnilegu í umhverfinu.
Veðrið í dag var ljómandi gott en nokkuð napurt inni við jökulinn þar sem mælingar fórum fram.

Nemendur frá FAS fóru fyrst til mælinga á Fláajökli vestanverðum vorið 2016 og síðan þá hafa orðið gríðarlega breytingar. Sem dæmi má nefna að þá gátu nemendur gengið á löngum köflum á jökulsporðinum en núna er komið nokkur hundruð metra breytt lón á milli jökuls og lands.

Næstu daga munu nemendur svo vinna nánar úr gögnunum sem var aflað í feðrinni.

 

Aðrar fréttir

Lokaráðstefna í DETOUR verkefninu

Lokaráðstefna í DETOUR verkefninu

Við höfum áður sagt frá því að FAS er þátttakandi í menntaverkefninu DETOUR sem fjallar um heilsueflandi ferðaþjónustu. Senn líður að lokum DETOUR og verður lokaráðstefna verkefnisins haldin í Nýheimum og á netinu 10. nóvember næstkomandi á milli 15 og 19. Í upphafi...

Græn skref í FAS

Græn skref í FAS

Nú er í gangi í FAS vinna við verkefnið Græn skref, sem er verkefni fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna eins og segir á vefsíðu verkefnisins. Þetta er þarft og mikilvægt verkefni á...

Góðir gestir í FAS

Góðir gestir í FAS

Í dag komu til okkar fulltrúar frá Konfúsíusarstofnuninni Norðurljósum. Stofnunin byggir á samvinnu þriggja aðila; Háskóla Íslands, Ningbo háskóla í Kína og Hanban sem er móðurstofnun Konfúsíusarstofnana í heiminum. Stofnunin er bakhjarl námslínu kínverskra fræða og...