Langþráð ball í FAS

08.okt.2021

Í gær ríkti nokkur eftirvænting í FAS og ástæðan var sú að loksins var komið að langþráðu balli en slíkt hefur verið erfitt undanfarið vegna covid. Ballið var haldið í Sindrabæ og það var nemendaráð sem hafði veg og vanda að undirbúningnum.

Það er skemmst frá því að segja að ballið og allt í kringum það í gær tókst einstaklega vel. Það var ljóst að þeir sem mættu voru ákveðnir í að skemmta sér og njóta stundarinnar. Það var þó ekki einungis dansað heldur að þá var búið að undirbúa alls kyns leiki og sprell.

Mætingin var ágæt, sérstaklega hjá nemendum á fyrsta ári. Það má með sanni segja að allt í tengslum við ballið; undirbúningur, dansleikurinn sjálfur og svo frágangur hafi verið til miklllar fyrirmyndar og það sem var fyrir mestu að allir skemmtu sér vel.

Frábært hjá ykkur krakkar – þið kunnið svo sannarlega að skemmta ykkur!!

Aðrar fréttir

Lokaráðstefna í DETOUR verkefninu

Lokaráðstefna í DETOUR verkefninu

Við höfum áður sagt frá því að FAS er þátttakandi í menntaverkefninu DETOUR sem fjallar um heilsueflandi ferðaþjónustu. Senn líður að lokum DETOUR og verður lokaráðstefna verkefnisins haldin í Nýheimum og á netinu 10. nóvember næstkomandi á milli 15 og 19. Í upphafi...

Græn skref í FAS

Græn skref í FAS

Nú er í gangi í FAS vinna við verkefnið Græn skref, sem er verkefni fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna eins og segir á vefsíðu verkefnisins. Þetta er þarft og mikilvægt verkefni á...

Mælingar á Fláajökli

Mælingar á Fláajökli

Í dag fóru staðnemendur í áfanganum JARÐ2IJ05 í ferð að Fláajökli til að skoða stöðu jökulsporðsins. Með í för var Snævarr Guðmundsson frá Náttúrustofu Suðausturlands en hann er manna fróðastur hér um slóðir um jökla og breytingar á þeim. Í ferðum sem þessum er margt...