Miðannarmat og miðannarviðtöl

04.okt.2021

Þessa vikuna standa yfir svokölluð miðannarviðtöl í FAS. Þá hittast nemendur og kennari einslega og fara yfir stöðuna í áfanganum. Fyrir miðannarviðtölin fá nemendur miðannarmat í Innu en þar eru gefnar þrjár einkunnir; G sem stendur fyrir góðan árangur og þá er nemandinn með allt á hreinu. V stendur fyrir viðunandi sem þýðir að allt sé í lagi en vel hægt að bæta árangurinn. O stendur síðan fyrir óviðunandi sem þýðir að ef nemandi tekur sig ekki verulega á geti það þýtt fall í viðkomandi áfanga. Nemendur fá einnig umsögn sem á að vera lýsandi fyrir stöðuna.

Þeir nemendur sem fá tvö O eða fleira eru boðaðir í viðtal hjá umsjónarkennara þar sem reynt er að ráðleggja hvernig megi skipuleggja sig betur. Ef nemendur eru yngri en 18 ára eru foreldrar viðkomandi einnig boðaðir á fund.

Meðfylgjandi mynd var tekin í íslenskutíma í morgun.

Aðrar fréttir

Lokaráðstefna í DETOUR verkefninu

Lokaráðstefna í DETOUR verkefninu

Við höfum áður sagt frá því að FAS er þátttakandi í menntaverkefninu DETOUR sem fjallar um heilsueflandi ferðaþjónustu. Senn líður að lokum DETOUR og verður lokaráðstefna verkefnisins haldin í Nýheimum og á netinu 10. nóvember næstkomandi á milli 15 og 19. Í upphafi...

Græn skref í FAS

Græn skref í FAS

Nú er í gangi í FAS vinna við verkefnið Græn skref, sem er verkefni fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna eins og segir á vefsíðu verkefnisins. Þetta er þarft og mikilvægt verkefni á...

Mælingar á Fláajökli

Mælingar á Fláajökli

Í dag fóru staðnemendur í áfanganum JARÐ2IJ05 í ferð að Fláajökli til að skoða stöðu jökulsporðsins. Með í för var Snævarr Guðmundsson frá Náttúrustofu Suðausturlands en hann er manna fróðastur hér um slóðir um jökla og breytingar á þeim. Í ferðum sem þessum er margt...