Select Page

Á leið til Finnlands

23.sep.2021

Haustið 2020 hófst þriggja ára samstarfsverkefni á milli Finnlands, Noregs og Íslands og er verkefnið styrkt af Nordplus. Verkefnið er einnig í samstarfi við jarðvanga í löndunum þremur og Vatnajökulsþjóðgarð. Í verkefninu er verið að vinna með valin heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og er eitt markmið tekið fyrir á hverri önn.
Síðastliðið haust áttu finnskir og norskir nemendur að koma til Íslands og síðasta vor átti að fara í heimsókn til Noregs. Ekkert varð þó úr ferðalögum vegna COVID19. Núna hefur heldur birt til og tiltölulega auðvelt fyrir bæði Íslendinga og Finna að ferðast en næsta ferð samkvæmt umsókn er til Finnlands. Það eru þó enn miklar takmarkanir í Noregi. Þegar umsjónarmenn verkefnisins hittust í upphafi haustannar var ákveðið að íslenski hópurinn fari til Finnlands í viku 39 eins og gert er ráð fyrir í umsókninni. Þátttakendur í verkefninu í Noregi ætla að fara í vettvangsferðir nálægt Brønnøysund. En hóparnir ætla líka að nýta tæknina og vinna saman í gegnum Teams.
Næsta sunnudag er svo komið að því að leggja af stað til Finnlands og hópurinn verður kominn til Vaala á mánudagskvöld. Í Finnlandi verður tíminn notaður vel í vettvangsferðir og vinnu tengda verkefninu. Við munum segja frá ferðalaginu á vefsíðu verkefnisins https://geoheritage.fas.is/.
Það er óhætt að segja að mikil eftirvænting sé fyrir ferðinni og allir farnir að hlakka til að ferðast aftur og ekki síst að kynnast nýju landi og nýju fólki. Á myndinni má sjá hópinn sem er á leiðinni til Finnlands.

Aðrar fréttir

Skiptibókamarkaður hjá Menningarmiðstöðinni

Skiptibókamarkaður hjá Menningarmiðstöðinni

Það getur verið nokkur kostnaður í því að kaupa bækur og margir eiga námsbækur sem þeir þurfa ekki að nota lengur. Menningarmiðstöð Hornafjarðar stendur fyrir skiptibókamarkaði á bókasafninu þar sem hægt er að koma með slíkar bækur. Nánari upplýsingar er að finna á...

Skólabyrjun á haustönn

Skólabyrjun á haustönn

Nú er heldur betur farið að styttast í að skólastarf haustannarinnar hefjist. Skólinn verður settur fimmtudaginn 18. ágúst í fyrirlestrasal Nýheima klukkan 10. Í kjölfarið verða svo fundir með umsjónarkennurum. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 19. ágúst....

Lind Draumland Völundardóttir er nýr skólameistari FAS

Lind Draumland Völundardóttir er nýr skólameistari FAS

Nú er orðið ljóst að Lind okkar í FAS hefur verið skipuð skólameistari til næstu fimm ára. Það var orðið langþráð fyrir okkur starfsfólk og nemendur að fá að vita hver myndi gegna þessu embætti. Við bjóðum Lind hjartanlega velkomna í starfið og hlökkum til samvinnu á...