Á leið til Finnlands

23.sep.2021

Haustið 2020 hófst þriggja ára samstarfsverkefni á milli Finnlands, Noregs og Íslands og er verkefnið styrkt af Nordplus. Verkefnið er einnig í samstarfi við jarðvanga í löndunum þremur og Vatnajökulsþjóðgarð. Í verkefninu er verið að vinna með valin heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og er eitt markmið tekið fyrir á hverri önn.
Síðastliðið haust áttu finnskir og norskir nemendur að koma til Íslands og síðasta vor átti að fara í heimsókn til Noregs. Ekkert varð þó úr ferðalögum vegna COVID19. Núna hefur heldur birt til og tiltölulega auðvelt fyrir bæði Íslendinga og Finna að ferðast en næsta ferð samkvæmt umsókn er til Finnlands. Það eru þó enn miklar takmarkanir í Noregi. Þegar umsjónarmenn verkefnisins hittust í upphafi haustannar var ákveðið að íslenski hópurinn fari til Finnlands í viku 39 eins og gert er ráð fyrir í umsókninni. Þátttakendur í verkefninu í Noregi ætla að fara í vettvangsferðir nálægt Brønnøysund. En hóparnir ætla líka að nýta tæknina og vinna saman í gegnum Teams.
Næsta sunnudag er svo komið að því að leggja af stað til Finnlands og hópurinn verður kominn til Vaala á mánudagskvöld. Í Finnlandi verður tíminn notaður vel í vettvangsferðir og vinnu tengda verkefninu. Við munum segja frá ferðalaginu á vefsíðu verkefnisins https://geoheritage.fas.is/.
Það er óhætt að segja að mikil eftirvænting sé fyrir ferðinni og allir farnir að hlakka til að ferðast aftur og ekki síst að kynnast nýju landi og nýju fólki. Á myndinni má sjá hópinn sem er á leiðinni til Finnlands.

Aðrar fréttir

Lokaráðstefna í DETOUR verkefninu

Lokaráðstefna í DETOUR verkefninu

Við höfum áður sagt frá því að FAS er þátttakandi í menntaverkefninu DETOUR sem fjallar um heilsueflandi ferðaþjónustu. Senn líður að lokum DETOUR og verður lokaráðstefna verkefnisins haldin í Nýheimum og á netinu 10. nóvember næstkomandi á milli 15 og 19. Í upphafi...

Græn skref í FAS

Græn skref í FAS

Nú er í gangi í FAS vinna við verkefnið Græn skref, sem er verkefni fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna eins og segir á vefsíðu verkefnisins. Þetta er þarft og mikilvægt verkefni á...

Mælingar á Fláajökli

Mælingar á Fláajökli

Í dag fóru staðnemendur í áfanganum JARÐ2IJ05 í ferð að Fláajökli til að skoða stöðu jökulsporðsins. Með í för var Snævarr Guðmundsson frá Náttúrustofu Suðausturlands en hann er manna fróðastur hér um slóðir um jökla og breytingar á þeim. Í ferðum sem þessum er margt...