Inniratleikur í FAS

13.sep.2021

Nokkrum sinnum á önn eru svokölluð “uppbrot” í skólastarfi í FAS en þá er felld niður kennsla í einn tíma og nemendur fást við eitthvað annað. Eitt slíkt var á dagskrá í dag og var ráðgert að það væri ratleikur. Þar sem veðurspáin fyrir daginn var ekki mjög spennandi til útiveru var brugðið á það ráð að setja upp ratleik inni í Nýheimum.

Það vill svo til að þessa daga eru fyrsta árs nemar í fjallanáminu í húsi og þegar þeir höfðu blandast staðnemendum var hópurinn orðinn nokkuð stór eða um 100 manns. Hópnum var skipt í 11 smærri hópa og þurftu þeir þá leita að og ganga á milli jafnmargra stöðva þar sem kennarar biðu þeirra og lögðu fyrir þraut. Þegar þrautin var leyst á hverjum stað fékk hópurinn bókstaf og þegar allar þrautir voru leystar gátu nemendur fundið lausnarorðið sem að þessu sinni var skólameistari.

Að leik loknum var boðið upp á morgunverð á Nýtorgi þar sem hún Hafdís okkar töfraði fram kræsingar eins og henni einni er lagið.

Þetta var hin fínasta skemmtun og ekki annað að sjá en allir skemmtu sér hið besta. Þetta er líka góð leið til kynnast nýju fólki.

Aðrar fréttir

Jólaljós í FAS

Jólaljós í FAS

Í dag var komið að jólaskreytingauppbroti í FAS. Þá var felld niður kennsla í einn tíma og allir tóku þátt í því að skreyta efri hæðina í Nýheimum. Það er því mikið um lítrík ljós í húsnæði skólans sem eiga sinn þátt í því að lýsa aðeins upp þann tíma ársins þar sem...

Skrefum 1 og 2 náð í FAS

Skrefum 1 og 2 náð í FAS

Við höfum áður sagt frá því að núna vinnur FAS að því að innleiða græn skref ríkisstofnana. Í síðustu viku fékkst það staðfest að skrefum 1 og 2 hefur verið náð í FAS. Af því tilefni var boðið upp á gómsæta gulrótarköku á kennarastofunni í dag. Núna er verið að vinna...

Hættum að slúðra

Hættum að slúðra

Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Af því tilefni var efnt til uppbrots í FAS og sýndur var stuttur TED fyrirlestur um áhrif þess að slúðra. Eftir að hafa horft á myndina talaði Fríður námsráðgjafi aðeins um það hvað slúður sé og...