Inniratleikur í FAS

13.sep.2021

Nokkrum sinnum á önn eru svokölluð “uppbrot” í skólastarfi í FAS en þá er felld niður kennsla í einn tíma og nemendur fást við eitthvað annað. Eitt slíkt var á dagskrá í dag og var ráðgert að það væri ratleikur. Þar sem veðurspáin fyrir daginn var ekki mjög spennandi til útiveru var brugðið á það ráð að setja upp ratleik inni í Nýheimum.

Það vill svo til að þessa daga eru fyrsta árs nemar í fjallanáminu í húsi og þegar þeir höfðu blandast staðnemendum var hópurinn orðinn nokkuð stór eða um 100 manns. Hópnum var skipt í 11 smærri hópa og þurftu þeir þá leita að og ganga á milli jafnmargra stöðva þar sem kennarar biðu þeirra og lögðu fyrir þraut. Þegar þrautin var leyst á hverjum stað fékk hópurinn bókstaf og þegar allar þrautir voru leystar gátu nemendur fundið lausnarorðið sem að þessu sinni var skólameistari.

Að leik loknum var boðið upp á morgunverð á Nýtorgi þar sem hún Hafdís okkar töfraði fram kræsingar eins og henni einni er lagið.

Þetta var hin fínasta skemmtun og ekki annað að sjá en allir skemmtu sér hið besta. Þetta er líka góð leið til kynnast nýju fólki.

Aðrar fréttir

Gisti- og kennslutjald í FAS

Gisti- og kennslutjald í FAS

Á dögunum eignaðist skólinn stórt og mikið tjald sem einkum er hugsað sem gistiaðstaða fyrir nemendur í fjallamennskunámi en auðvitað er hægt að nýta það fyrir annað starf í skólanum ef þarf. Tjaldið var notað í fyrsta skipti í klifuráfanga sem var kenndur í Öræfum í...

Grunnur í klettaklifri

Grunnur í klettaklifri

Nýr nemendahópur í grunnnámi á fjallamennskubraut FAS var boðinn velkominn á dögunum. Hópurinn verður stór í vetur og því voru fyrstu námskeiðin, gönguferðin annars vegar og klettaklifur og línuvinna hins vegar, haldin samtímis og hópnum skipt í tvennt. Kennarar í...

Fréttir af DETOUR verkefninu

Fréttir af DETOUR verkefninu

Fjölþjóðlega Erasmus+ verkefnið, DETOUR sem FAS er þátttakandi í er nú langt komið. Í verkefninu hefur verið unnið stuðnings- og upplýsingaefni sem nýst getur ferðaþjónustuaðilum og samfélögum sem vilja efla framboð heilsueflandi ferðaþjónustuafurða eða viðburða í...