Það er heldur betur líflegt í Nýheimum í dag og margt um manninn. Ástæðan er sú að í dag mæta nemendur á fyrra ári í fjallamennsku í fyrsta sinn í skólann. Nemendurnir koma víða að og fóru fyrstu tímarnir í að kynna sig fyrir hópnum. Að loknum kynningum snéru nemendur sér að verkefnum næstu daga.
Hópnum var síðan skipt í tvo minni hópa. Annar hópurinn mun fara í fyrstu göngu námsins þar sem m.a. farið yfir notkun á áttavita og hvernig best sé að bera sig að við að skipuleggja ferðir á fjöllum. Hinn hópurinn ætlar hins vegar að spreyta sig á klettaklifri.
Við bjóðum þennan stóra hóp velkominn í FAS og hlökkum til að fylgjast með fjölbreyttum verkefnum þeirra í vetur.
Útskrift frá FAS
Laugardaginn 21. maí verður útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast átta nemendur af Vélstjórn A og fjórtán stúdentar. Athöfnin fer fram í Nýheimum og hefst klukkan 14.Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Það væri gaman ef þeir sem eiga útskriftarafmæli...