Margt um manninn í FAS í dag

30.ágú.2021

Það er heldur betur líflegt í Nýheimum í dag og margt um manninn. Ástæðan er sú að í dag mæta nemendur á fyrra ári í fjallamennsku í fyrsta sinn í skólann. Nemendurnir koma víða að og fóru fyrstu tímarnir í að kynna sig fyrir hópnum. Að loknum kynningum snéru nemendur sér að verkefnum næstu daga.
Hópnum var síðan skipt í tvo minni hópa.  Annar hópurinn mun fara í fyrstu göngu námsins þar sem m.a. farið yfir notkun á áttavita og hvernig best sé að bera sig að við að skipuleggja ferðir á fjöllum. Hinn hópurinn ætlar hins vegar að spreyta sig á klettaklifri.
Við bjóðum þennan stóra hóp velkominn í FAS og hlökkum til að fylgjast með fjölbreyttum verkefnum þeirra í vetur.

Aðrar fréttir

Jólaljós í FAS

Jólaljós í FAS

Í dag var komið að jólaskreytingauppbroti í FAS. Þá var felld niður kennsla í einn tíma og allir tóku þátt í því að skreyta efri hæðina í Nýheimum. Það er því mikið um lítrík ljós í húsnæði skólans sem eiga sinn þátt í því að lýsa aðeins upp þann tíma ársins þar sem...

Skrefum 1 og 2 náð í FAS

Skrefum 1 og 2 náð í FAS

Við höfum áður sagt frá því að núna vinnur FAS að því að innleiða græn skref ríkisstofnana. Í síðustu viku fékkst það staðfest að skrefum 1 og 2 hefur verið náð í FAS. Af því tilefni var boðið upp á gómsæta gulrótarköku á kennarastofunni í dag. Núna er verið að vinna...

Hættum að slúðra

Hættum að slúðra

Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Af því tilefni var efnt til uppbrots í FAS og sýndur var stuttur TED fyrirlestur um áhrif þess að slúðra. Eftir að hafa horft á myndina talaði Fríður námsráðgjafi aðeins um það hvað slúður sé og...