Select Page

Gróðurreitir FAS á Skeiðarársandi

25.ágú.2021

Í dag var komið að árlegri ferð nemenda á Skeiðarársand en frá árinu 2009 hafa nemendur í inngangsáfanga að náttúruvísindum farið í þá ferð. FAS hefur umsjón með fimm gróðurreitum á sandinum sem hver er 25 fermetrar að stærð. Í ferðinni er verið skoða gróður innan reitanna, telja tré og mæla hæð þeirra sem eru orðin 10 cm eða hærri. Einnig þurfa nemendur að horfa eftir ummerkjum um ágang skordýra eða beit.
Ferðin í dag gekk ljómandi vel. Vinnan á sandinum gekk vel. Næstu daga verður svo unnið úr upplýsingum sem var safnað og þær bornar saman við niðurstöður fyrri ára.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Laugardaginn 21. maí verður útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast átta nemendur af Vélstjórn A og fjórtán stúdentar. Athöfnin fer fram í Nýheimum og hefst klukkan 14.Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Það væri gaman ef þeir sem eiga útskriftarafmæli...

Hæfniferð vor 2022 – Núpstaðaskógur – Skaftafell

Hæfniferð vor 2022 – Núpstaðaskógur – Skaftafell

Eftir langan og skemmtilegan vetur endar námsár nemenda við Fjallamennskunám FAS á áfanganum Hæfniferð. Markmið áfangans er að nemendur undirbúi og skipuleggi eigin ferð á hálendi Íslands. Þegar hópurinn lagðist í fyrstu skipulagsvinnuna þá komu upp margar hugmyndir....

Stjórnarskipti hjá NEMFAS

Stjórnarskipti hjá NEMFAS

Í dag lauk formlega starfi í nemendafélagi FAS á yfirstandandi skólaári. Starfsemi nemendafélagsins hefur gengið þokkalega þó sérstaklega á vorönninni eftir að takmörkunum tengdum covid var aflétt. Fimm klúbbar voru starfandi á skólaárinu og stóðu þeir fyrir...