Gengið til heiðurs nýnemum

24.ágú.2021

Dagurinn í dag er sérstaklega helgaður nýnemum enda mikilvægt að þeir kynnist eldri nemendum og kennurum skólans. Strax í upphafi skóladags var farið með hópinn í rútu að Almannaskarði og gengið þaðan í áttina að Bergárdalnum og svo niður með Bergánni. Á leiðinni var staldrað nokkrum sinnum við og spáð í umhverfið og það sem vakti áhuga. Þó engin hafi verið sólin var veðrið milt og hentugt til göngu. Það vakti eftirtekt hversu þægilegur hópurinn var með jákvæðni í fyrirrúmi.
Þegar komið var til baka í Nýheima hittist hópurinn á Nýtorgi. Forsetar nemendafélagsins þeir Sævar Rafn og Tómas Nói ásamt Lind sem hefur umsjón með félagslífinu kynntu klúbbastarf nemendafélagsins og hvöttu nemendur til að skrá sig í hópa. Það er mikilvægt að sem allra flestir nemendur séu virkir til að skapa blómlegt félagslíf.
Í hádeginu var svo veisla í boði skólans. Hún Hafdís okkar bauð upp á grillveislu og voru veitingunum gerð góð skil.

Aðrar fréttir

Jólaljós í FAS

Jólaljós í FAS

Í dag var komið að jólaskreytingauppbroti í FAS. Þá var felld niður kennsla í einn tíma og allir tóku þátt í því að skreyta efri hæðina í Nýheimum. Það er því mikið um lítrík ljós í húsnæði skólans sem eiga sinn þátt í því að lýsa aðeins upp þann tíma ársins þar sem...

Skrefum 1 og 2 náð í FAS

Skrefum 1 og 2 náð í FAS

Við höfum áður sagt frá því að núna vinnur FAS að því að innleiða græn skref ríkisstofnana. Í síðustu viku fékkst það staðfest að skrefum 1 og 2 hefur verið náð í FAS. Af því tilefni var boðið upp á gómsæta gulrótarköku á kennarastofunni í dag. Núna er verið að vinna...

Hættum að slúðra

Hættum að slúðra

Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Af því tilefni var efnt til uppbrots í FAS og sýndur var stuttur TED fyrirlestur um áhrif þess að slúðra. Eftir að hafa horft á myndina talaði Fríður námsráðgjafi aðeins um það hvað slúður sé og...