Hestamennskusvið í FAS

19.ágú.2021

Nám í hestamennsku hófst formlega í FAS þann 18. ágúst. Það eru 22 nemendur skráðir í námið sem er einstaklingsmiðað nám sem hentar vel fyrir einstaklinga sem eru komnir út á vinnumarkaðinn. Námið er 20 einingar; 10 einingar eru bóklegar í fjarnámi og 10 einingar verklegar á vorönn.
Námið undirbýr nemendur til að verða aðstoðarmenn í hvers konar hestatengdri starfsemi, svo sem á hestabúgörðum, við hestatengda ferðaþjónustu eða hjá öðrum sambærilegum fyrirtækjum. Einnig er lögð áhersla á að nemendur geti sinnt helstu verkþáttum í hirðingu hesta, aðstoðað við þjálfun þeirra og geti aðstoðað viðskiptavini í hestaferðum hjá hestatengdum ferðaþjónustufyrirtækjum.
Það verður gaman að fylgjast með þessari nýjung í skólastarfinu.

Aðrar fréttir

Jólaljós í FAS

Jólaljós í FAS

Í dag var komið að jólaskreytingauppbroti í FAS. Þá var felld niður kennsla í einn tíma og allir tóku þátt í því að skreyta efri hæðina í Nýheimum. Það er því mikið um lítrík ljós í húsnæði skólans sem eiga sinn þátt í því að lýsa aðeins upp þann tíma ársins þar sem...

Skrefum 1 og 2 náð í FAS

Skrefum 1 og 2 náð í FAS

Við höfum áður sagt frá því að núna vinnur FAS að því að innleiða græn skref ríkisstofnana. Í síðustu viku fékkst það staðfest að skrefum 1 og 2 hefur verið náð í FAS. Af því tilefni var boðið upp á gómsæta gulrótarköku á kennarastofunni í dag. Núna er verið að vinna...

Hættum að slúðra

Hættum að slúðra

Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Af því tilefni var efnt til uppbrots í FAS og sýndur var stuttur TED fyrirlestur um áhrif þess að slúðra. Eftir að hafa horft á myndina talaði Fríður námsráðgjafi aðeins um það hvað slúður sé og...