Skólastarf hafið í FAS

18.ágú.2021

Skólastarf hófst formlega í morgun þegar skólinn var settur. Þar var farið yfir helstu áherslur haustannarinnar í tengslum við námið. Einnig hvaða sóttvarnarreglur eru í gildi núna en eins og sést á myndinni þarf að hafa grímur ef ekki er unnt að tryggja eins metra fjarlægð. Þetta er nú fjórða önnin þar sem COVID er að hafa áhrif á skólastarfið.
Eftir skólasetningu mættu nemendur til umsjónarkennara þar sem var farið yfir stundatöflur og námsframboð. Einhverjir vildu endurskoða námsval sitt og er það mikilvægt að slíkt sé gert strax í upphafi annar. Öllum breytingum á stundatöflu þarf að vera lokið fyrir 26. ágúst.
Kennsla hefst svo í fyrramálið klukkan 8 eftir stundaskrá.

Aðrar fréttir

Jólaljós í FAS

Jólaljós í FAS

Í dag var komið að jólaskreytingauppbroti í FAS. Þá var felld niður kennsla í einn tíma og allir tóku þátt í því að skreyta efri hæðina í Nýheimum. Það er því mikið um lítrík ljós í húsnæði skólans sem eiga sinn þátt í því að lýsa aðeins upp þann tíma ársins þar sem...

Skrefum 1 og 2 náð í FAS

Skrefum 1 og 2 náð í FAS

Við höfum áður sagt frá því að núna vinnur FAS að því að innleiða græn skref ríkisstofnana. Í síðustu viku fékkst það staðfest að skrefum 1 og 2 hefur verið náð í FAS. Af því tilefni var boðið upp á gómsæta gulrótarköku á kennarastofunni í dag. Núna er verið að vinna...

Hættum að slúðra

Hættum að slúðra

Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Af því tilefni var efnt til uppbrots í FAS og sýndur var stuttur TED fyrirlestur um áhrif þess að slúðra. Eftir að hafa horft á myndina talaði Fríður námsráðgjafi aðeins um það hvað slúður sé og...