Skólabyrjun á haustönn (streymi)

13.ágú.2021

Skólastarf haustannar hefst miðvikudaginn 18. ágúst klukkan 10 með skólasetningu í fyrirlestrasal Nýheima. Að lokinni skólasetningu verður umsjónarfundur þar sem stundatöflur verða skoðaðar og farið yfir helstu áherslur á önninni.

Kennsla hefst fimmtudaginn 19. ágúst samkvæmt stundaskrá. Bóksalan er eins og áður á bókasafninu og opnar á miðvikudag.

Við hlökkum til að sjá ykkur og vonum að skólastarf á haustönninni verði farsælt.

hlekkur á streymi

 

Aðrar fréttir

Jólaljós í FAS

Jólaljós í FAS

Í dag var komið að jólaskreytingauppbroti í FAS. Þá var felld niður kennsla í einn tíma og allir tóku þátt í því að skreyta efri hæðina í Nýheimum. Það er því mikið um lítrík ljós í húsnæði skólans sem eiga sinn þátt í því að lýsa aðeins upp þann tíma ársins þar sem...

Skrefum 1 og 2 náð í FAS

Skrefum 1 og 2 náð í FAS

Við höfum áður sagt frá því að núna vinnur FAS að því að innleiða græn skref ríkisstofnana. Í síðustu viku fékkst það staðfest að skrefum 1 og 2 hefur verið náð í FAS. Af því tilefni var boðið upp á gómsæta gulrótarköku á kennarastofunni í dag. Núna er verið að vinna...

Hættum að slúðra

Hættum að slúðra

Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Af því tilefni var efnt til uppbrots í FAS og sýndur var stuttur TED fyrirlestur um áhrif þess að slúðra. Eftir að hafa horft á myndina talaði Fríður námsráðgjafi aðeins um það hvað slúður sé og...