Útskrift í fjallamennsku

18.jún.2021

Aldrei fyrr hefur jafn stór hópur nemenda hafið nám í Fjallamennskunámi FAS og síðastliðið haust en þá voru hátt í 30 nemendur skráðir. Með stærsta hóp nemenda til þessa og heimsfaraldur hangandi yfir fór haustið vel af stað og ákveðið var að fjölga nemendum á vorönn og þá bættust hátt í 15 nemendur í hópinn. Fjölgun nemenda eftir áramót var liður í því að koma til móts við atvinnulausa og gefa þeim tækifæri til að stunda nám á meðan að erfitt var að finna vinnu.

Í dag er því mikill gleðidagur hjá okkur i Fjallamennskunámi FAS því rúmlega 20 nemendur eru að útskrifast.

Eftir þennan frábæra vetur með okkar ágæta nemenda- og kennarahóp hefur námið svo sannarlega vakið athygli og hafa umsóknir fyrir komandi vetur aldrei verið fleiri. Við höldum því ótrauð áfram í því að leggja metnað okkar í að stuðla að menntun í fjallaleiðsögn á Íslandi og hlökkum til að hefja enn eitt metárið í Fjallamennskunámi FAS. Áhugasamir mega endilega fylgjast með okkur á samfélagsmiðlum @fjallamennskunamfas.

Við óskum útskriftarnemendum innilega til hamingju með áfangann og óskum þeim velfarnaðar í þeim verkefnum sem eru framundan.

Aðrar fréttir

Jólaljós í FAS

Jólaljós í FAS

Í dag var komið að jólaskreytingauppbroti í FAS. Þá var felld niður kennsla í einn tíma og allir tóku þátt í því að skreyta efri hæðina í Nýheimum. Það er því mikið um lítrík ljós í húsnæði skólans sem eiga sinn þátt í því að lýsa aðeins upp þann tíma ársins þar sem...

Skrefum 1 og 2 náð í FAS

Skrefum 1 og 2 náð í FAS

Við höfum áður sagt frá því að núna vinnur FAS að því að innleiða græn skref ríkisstofnana. Í síðustu viku fékkst það staðfest að skrefum 1 og 2 hefur verið náð í FAS. Af því tilefni var boðið upp á gómsæta gulrótarköku á kennarastofunni í dag. Núna er verið að vinna...

Hættum að slúðra

Hættum að slúðra

Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Af því tilefni var efnt til uppbrots í FAS og sýndur var stuttur TED fyrirlestur um áhrif þess að slúðra. Eftir að hafa horft á myndina talaði Fríður námsráðgjafi aðeins um það hvað slúður sé og...