Select Page

Útskrift í fjallamennsku

18.jún.2021

Aldrei fyrr hefur jafn stór hópur nemenda hafið nám í Fjallamennskunámi FAS og síðastliðið haust en þá voru hátt í 30 nemendur skráðir. Með stærsta hóp nemenda til þessa og heimsfaraldur hangandi yfir fór haustið vel af stað og ákveðið var að fjölga nemendum á vorönn og þá bættust hátt í 15 nemendur í hópinn. Fjölgun nemenda eftir áramót var liður í því að koma til móts við atvinnulausa og gefa þeim tækifæri til að stunda nám á meðan að erfitt var að finna vinnu.

Í dag er því mikill gleðidagur hjá okkur i Fjallamennskunámi FAS því rúmlega 20 nemendur eru að útskrifast.

Eftir þennan frábæra vetur með okkar ágæta nemenda- og kennarahóp hefur námið svo sannarlega vakið athygli og hafa umsóknir fyrir komandi vetur aldrei verið fleiri. Við höldum því ótrauð áfram í því að leggja metnað okkar í að stuðla að menntun í fjallaleiðsögn á Íslandi og hlökkum til að hefja enn eitt metárið í Fjallamennskunámi FAS. Áhugasamir mega endilega fylgjast með okkur á samfélagsmiðlum @fjallamennskunamfas.

Við óskum útskriftarnemendum innilega til hamingju með áfangann og óskum þeim velfarnaðar í þeim verkefnum sem eru framundan.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Laugardaginn 21. maí verður útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast átta nemendur af Vélstjórn A og fjórtán stúdentar. Athöfnin fer fram í Nýheimum og hefst klukkan 14.Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Það væri gaman ef þeir sem eiga útskriftarafmæli...

Hæfniferð vor 2022 – Núpstaðaskógur – Skaftafell

Hæfniferð vor 2022 – Núpstaðaskógur – Skaftafell

Eftir langan og skemmtilegan vetur endar námsár nemenda við Fjallamennskunám FAS á áfanganum Hæfniferð. Markmið áfangans er að nemendur undirbúi og skipuleggi eigin ferð á hálendi Íslands. Þegar hópurinn lagðist í fyrstu skipulagsvinnuna þá komu upp margar hugmyndir....

Stjórnarskipti hjá NEMFAS

Stjórnarskipti hjá NEMFAS

Í dag lauk formlega starfi í nemendafélagi FAS á yfirstandandi skólaári. Starfsemi nemendafélagsins hefur gengið þokkalega þó sérstaklega á vorönninni eftir að takmörkunum tengdum covid var aflétt. Fimm klúbbar voru starfandi á skólaárinu og stóðu þeir fyrir...