Select Page

Hæfniferð í fjallamennskunáminu

27.maí.2021

Fyrri lokaferð fjallamennskunáms FAS var farin á dögunum 3. – 9. maí síðastliðinn. Ferðin heppnaðist með eindæmum vel og völdu nemendurnir sér mjög áhugaverð og viðeigandi verkefni. Fyrst var gengið frá Núpsstaðaskógi í Skaftafell á þremur dögum. Gengið var upp með Núpsá, í gegnum Núpstaðaskóg og upp bratt Skessutorfugljúfrið. Þá var gist á Eggjum, nálægt Skeiðarárjökli. Daginn eftir var hinn mikli Skeiðarárjökull þveraður og tjaldað undir Færneseggjum, á tjaldsvæði sem hefur oft verið nefnt Svalirnar. Það er hæglega hægt að segja að þar er um að ræða eitt einstakasta tjaldsvæði landsins. Á degi þrjú gengum við upp Skaftafellsfjöll á Blátind (1177 m) og þá niður í  Bæjarstaðaskóg og yfir Morsárdal í Skaftafell.

Eftir gönguna var tekinn hvíldardagur til að undirbúa sig fyrir næsta verkefni. Leigður var bíll frá Local Guide, ekið inn í Kálfafellsdal og gengið upp hina spennandi leið á Þverártindsegg. Gangan gekk vel og var mikið fagnað við að ná að klífa þennan fallega tind.

Það var erfitt að skilja við hópinn eftir frábæran vetur, en nemendur hafa myndað þétt vinatengsl eftir ævintýri ársins. Þetta er sannarlega sterkur útskriftarhópur og það verður gaman að sjá hvað þau munu taka sér fyrir hendur í fjallamennsku í framtíðinni.

Ástvaldur Gylfason, Elín Lóa og Íris Ragnarsdóttir.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Laugardaginn 21. maí verður útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast átta nemendur af Vélstjórn A og fjórtán stúdentar. Athöfnin fer fram í Nýheimum og hefst klukkan 14.Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Það væri gaman ef þeir sem eiga útskriftarafmæli...

Hæfniferð vor 2022 – Núpstaðaskógur – Skaftafell

Hæfniferð vor 2022 – Núpstaðaskógur – Skaftafell

Eftir langan og skemmtilegan vetur endar námsár nemenda við Fjallamennskunám FAS á áfanganum Hæfniferð. Markmið áfangans er að nemendur undirbúi og skipuleggi eigin ferð á hálendi Íslands. Þegar hópurinn lagðist í fyrstu skipulagsvinnuna þá komu upp margar hugmyndir....

Stjórnarskipti hjá NEMFAS

Stjórnarskipti hjá NEMFAS

Í dag lauk formlega starfi í nemendafélagi FAS á yfirstandandi skólaári. Starfsemi nemendafélagsins hefur gengið þokkalega þó sérstaklega á vorönninni eftir að takmörkunum tengdum covid var aflétt. Fimm klúbbar voru starfandi á skólaárinu og stóðu þeir fyrir...