Hæfniferð í fjallamennskunáminu

27.maí.2021

Fyrri lokaferð fjallamennskunáms FAS var farin á dögunum 3. – 9. maí síðastliðinn. Ferðin heppnaðist með eindæmum vel og völdu nemendurnir sér mjög áhugaverð og viðeigandi verkefni. Fyrst var gengið frá Núpsstaðaskógi í Skaftafell á þremur dögum. Gengið var upp með Núpsá, í gegnum Núpstaðaskóg og upp bratt Skessutorfugljúfrið. Þá var gist á Eggjum, nálægt Skeiðarárjökli. Daginn eftir var hinn mikli Skeiðarárjökull þveraður og tjaldað undir Færneseggjum, á tjaldsvæði sem hefur oft verið nefnt Svalirnar. Það er hæglega hægt að segja að þar er um að ræða eitt einstakasta tjaldsvæði landsins. Á degi þrjú gengum við upp Skaftafellsfjöll á Blátind (1177 m) og þá niður í  Bæjarstaðaskóg og yfir Morsárdal í Skaftafell.

Eftir gönguna var tekinn hvíldardagur til að undirbúa sig fyrir næsta verkefni. Leigður var bíll frá Local Guide, ekið inn í Kálfafellsdal og gengið upp hina spennandi leið á Þverártindsegg. Gangan gekk vel og var mikið fagnað við að ná að klífa þennan fallega tind.

Það var erfitt að skilja við hópinn eftir frábæran vetur, en nemendur hafa myndað þétt vinatengsl eftir ævintýri ársins. Þetta er sannarlega sterkur útskriftarhópur og það verður gaman að sjá hvað þau munu taka sér fyrir hendur í fjallamennsku í framtíðinni.

Ástvaldur Gylfason, Elín Lóa og Íris Ragnarsdóttir.

Aðrar fréttir

Inniratleikur í FAS

Inniratleikur í FAS

Nokkrum sinnum á önn eru svokölluð "uppbrot" í skólastarfi í FAS en þá er felld niður kennsla í einn tíma og nemendur fást við eitthvað annað. Eitt slíkt var á dagskrá í dag og var ráðgert að það væri ratleikur. Þar sem veðurspáin fyrir daginn var ekki mjög spennandi...

Gisti- og kennslutjald í FAS

Gisti- og kennslutjald í FAS

Á dögunum eignaðist skólinn stórt og mikið tjald sem einkum er hugsað sem gistiaðstaða fyrir nemendur í fjallamennskunámi en auðvitað er hægt að nýta það fyrir annað starf í skólanum ef þarf. Tjaldið var notað í fyrsta skipti í klifuráfanga sem var kenndur í Öræfum í...

Grunnur í klettaklifri

Grunnur í klettaklifri

Nýr nemendahópur í grunnnámi á fjallamennskubraut FAS var boðinn velkominn á dögunum. Hópurinn verður stór í vetur og því voru fyrstu námskeiðin, gönguferðin annars vegar og klettaklifur og línuvinna hins vegar, haldin samtímis og hópnum skipt í tvennt. Kennarar í...