Hæfniferð í fjallamennskunáminu

27.maí.2021

Fyrri lokaferð fjallamennskunáms FAS var farin á dögunum 3. – 9. maí síðastliðinn. Ferðin heppnaðist með eindæmum vel og völdu nemendurnir sér mjög áhugaverð og viðeigandi verkefni. Fyrst var gengið frá Núpsstaðaskógi í Skaftafell á þremur dögum. Gengið var upp með Núpsá, í gegnum Núpstaðaskóg og upp bratt Skessutorfugljúfrið. Þá var gist á Eggjum, nálægt Skeiðarárjökli. Daginn eftir var hinn mikli Skeiðarárjökull þveraður og tjaldað undir Færneseggjum, á tjaldsvæði sem hefur oft verið nefnt Svalirnar. Það er hæglega hægt að segja að þar er um að ræða eitt einstakasta tjaldsvæði landsins. Á degi þrjú gengum við upp Skaftafellsfjöll á Blátind (1177 m) og þá niður í  Bæjarstaðaskóg og yfir Morsárdal í Skaftafell.

Eftir gönguna var tekinn hvíldardagur til að undirbúa sig fyrir næsta verkefni. Leigður var bíll frá Local Guide, ekið inn í Kálfafellsdal og gengið upp hina spennandi leið á Þverártindsegg. Gangan gekk vel og var mikið fagnað við að ná að klífa þennan fallega tind.

Það var erfitt að skilja við hópinn eftir frábæran vetur, en nemendur hafa myndað þétt vinatengsl eftir ævintýri ársins. Þetta er sannarlega sterkur útskriftarhópur og það verður gaman að sjá hvað þau munu taka sér fyrir hendur í fjallamennsku í framtíðinni.

Ástvaldur Gylfason, Elín Lóa og Íris Ragnarsdóttir.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 15 stúdentar og einn nemandi útskrifast af starfsbraut. Nýstúdentar eru: Ásdís Ögmundsdóttir, Axel Elí Friðriksson, Björgvin Freyr Larsson, Guðbjörg Ómarsdóttir, Harpa Sigríður Óskarsdóttir, Helga Lára...

Námskeið í fjallahjólum

Námskeið í fjallahjólum

Grunnnámskeið FAS í fjallahjólum var haldið dagana 6. - 9. og 14. - 17. maí hjá Bikefarm. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru Guðmundur Fannar Markússon, Sigfús Ragnar Sigfússon og Svanhvít Helga Jóhannsdóttir. Markmið námskeiðsins var að nemendur öðluðust grunn í tækni,...