Útskrift frá FAS

22.maí.2021

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 15 stúdentar og einn nemandi útskrifast af starfsbraut.

Nýstúdentar eru: Ásdís Ögmundsdóttir, Axel Elí Friðriksson, Björgvin Freyr Larsson, Guðbjörg Ómarsdóttir, Harpa Sigríður Óskarsdóttir, Helga Lára Kristinsdóttir, Ingunn Ósk Grétarsdóttir, Íris Mist Björnsdóttir, Júlíus Aron Larsson, Katrín María Sigurðardóttir, María Romy Felekesdóttir, Nejira Zahirovic, Selma Mujkic, Sigurður Guðni Hallsson og Vigdís María Geirsdóttir.

Írena Þöll Sveinsdóttir útskrifast af starfsbraut.

Bestum árangri á stúdentprófi að þessu sinn nær Ingunn Ósk Grétarsdóttir sem fær 10 í meðaleinkunn og er þetta í fyrsta skipti í sögu skólans sem nemandi nær þessum árangri.

Starfsfólk FAS óskar útskriftarnemendum öllum til hamingju með áfangann og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Aðrar fréttir

Jólaljós í FAS

Jólaljós í FAS

Í dag var komið að jólaskreytingauppbroti í FAS. Þá var felld niður kennsla í einn tíma og allir tóku þátt í því að skreyta efri hæðina í Nýheimum. Það er því mikið um lítrík ljós í húsnæði skólans sem eiga sinn þátt í því að lýsa aðeins upp þann tíma ársins þar sem...

Skrefum 1 og 2 náð í FAS

Skrefum 1 og 2 náð í FAS

Við höfum áður sagt frá því að núna vinnur FAS að því að innleiða græn skref ríkisstofnana. Í síðustu viku fékkst það staðfest að skrefum 1 og 2 hefur verið náð í FAS. Af því tilefni var boðið upp á gómsæta gulrótarköku á kennarastofunni í dag. Núna er verið að vinna...

Hættum að slúðra

Hættum að slúðra

Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Af því tilefni var efnt til uppbrots í FAS og sýndur var stuttur TED fyrirlestur um áhrif þess að slúðra. Eftir að hafa horft á myndina talaði Fríður námsráðgjafi aðeins um það hvað slúður sé og...