Útskrift frá FAS

22.maí.2021

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 15 stúdentar og einn nemandi útskrifast af starfsbraut.

Nýstúdentar eru: Ásdís Ögmundsdóttir, Axel Elí Friðriksson, Björgvin Freyr Larsson, Guðbjörg Ómarsdóttir, Harpa Sigríður Óskarsdóttir, Helga Lára Kristinsdóttir, Ingunn Ósk Grétarsdóttir, Íris Mist Björnsdóttir, Júlíus Aron Larsson, Katrín María Sigurðardóttir, María Romy Felekesdóttir, Nejira Zahirovic, Selma Mujkic, Sigurður Guðni Hallsson og Vigdís María Geirsdóttir.

Írena Þöll Sveinsdóttir útskrifast af starfsbraut.

Bestum árangri á stúdentprófi að þessu sinn nær Ingunn Ósk Grétarsdóttir sem fær 10 í meðaleinkunn og er þetta í fyrsta skipti í sögu skólans sem nemandi nær þessum árangri.

Starfsfólk FAS óskar útskriftarnemendum öllum til hamingju með áfangann og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Aðrar fréttir

Inniratleikur í FAS

Inniratleikur í FAS

Nokkrum sinnum á önn eru svokölluð "uppbrot" í skólastarfi í FAS en þá er felld niður kennsla í einn tíma og nemendur fást við eitthvað annað. Eitt slíkt var á dagskrá í dag og var ráðgert að það væri ratleikur. Þar sem veðurspáin fyrir daginn var ekki mjög spennandi...

Gisti- og kennslutjald í FAS

Gisti- og kennslutjald í FAS

Á dögunum eignaðist skólinn stórt og mikið tjald sem einkum er hugsað sem gistiaðstaða fyrir nemendur í fjallamennskunámi en auðvitað er hægt að nýta það fyrir annað starf í skólanum ef þarf. Tjaldið var notað í fyrsta skipti í klifuráfanga sem var kenndur í Öræfum í...

Grunnur í klettaklifri

Grunnur í klettaklifri

Nýr nemendahópur í grunnnámi á fjallamennskubraut FAS var boðinn velkominn á dögunum. Hópurinn verður stór í vetur og því voru fyrstu námskeiðin, gönguferðin annars vegar og klettaklifur og línuvinna hins vegar, haldin samtímis og hópnum skipt í tvennt. Kennarar í...