Laugardaginn 22. maí verður útskrift frá FAS. Vegna takmarkanna á því hversu margir mega koma saman verða einungis útskriftarnemendur og gestir þeirra viðstaddir athöfnina. Þeir munu sitja við merkt borð á Nýtorgi. Athöfnin hefst klukkan 14.
Það mun verða streymt frá útskriftinni til að þeir sem ekki komast geti fylgst með. Slóðin á streymið er Framhaldsskólinn í A.-Skaft. – YouTube.
Þetta verður þó ekki eina útskriftin frá FAS á þessu ári því laugardaginn 19. júní verður útskrift úr Fjallamennskunáminu. Við munum segja betur frá þeirri útskrift þegar nær dregur.
Útskrift frá FAS
Laugardaginn 21. maí verður útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast átta nemendur af Vélstjórn A og fjórtán stúdentar. Athöfnin fer fram í Nýheimum og hefst klukkan 14.Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Það væri gaman ef þeir sem eiga útskriftarafmæli...