Í dag klukkan 14 opnar sýning í Nýheimum. Þar sýna nemendur í sjónlistum á listasviði FAS sýnishorn af vinnu annarinnar. Þetta eru fjölbreytt verkefni, t.d. myndlistarverkefni, textílverkefni og síðast en ekki síst förðunarverkefni. Kennslan í sjónlistum fer fram í Vöruhúsinu og er kennt bæði í saumastofu og listastofu. Nemendur í sjónlistum eru á fyrsta, öðru og þriðja hæfniþrepi og verkin á sýningunni endurspegla hæfniþrepin.
Sýningin er á báðum hæðum og við hvetjum fólk til að koma á efri hæðina til að skoða verkefnin.
Útskrift frá FAS
Laugardaginn 21. maí verður útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast átta nemendur af Vélstjórn A og fjórtán stúdentar. Athöfnin fer fram í Nýheimum og hefst klukkan 14.Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Það væri gaman ef þeir sem eiga útskriftarafmæli...