Lokaverkefni stúdentsefna

06.maí.2021

Í dag var stór stund hjá mörgum tilvonandi útskriftarnemendum en þá kynntu þeir lokaverkefni sín til stúdentsprófs. Allir nemendur sem ljúka stúdentsprófi frá FAS taka áfanga þar sem þeir velja viðfangsefni eftir námsáherslum sínum og áhuga. Þeir þurfa að ákveða framvindu í verkefninu og eins að velja hvernig þeir afla upplýsinga og setja þær fram.
Verkefnin voru mörg og mismunandi. Þar má t.d. nefna verkefni um neyslu orkudrykkja, fordóma og það að verða nýbúi í samfélaginu, skoðanir ungmenna á Hornafirði á því að svæðið verði fýsilegur búsetukostur í framtíðinni, breyting á ásýnd Hafnar í tengslum við landris og landfyllingar, verkefni tengt ferðaþjónustu og hvernig iðnnemar upplifa viðbrögð við námsvali sínu. Síðast en ekki síst að þá kynnti nemandi EP-plötu þar sem hann hefur samið og spilað lögin auk þess sem myndband hefur verið gert við eitt laganna.
Það er skemmst frá því að segja á kynningarnar í dag gengur ljómandi vel og allir geta verið sáttir við sitt framlag. Og örugglega eru einhverjir fegnir að þessu verkefni sé lokið.

Aðrar fréttir

Þorramatur á bóndadegi

Þorramatur á bóndadegi

Í dag er bóndadagur en það er fyrsti dagurinn í Þorra sem er fjórði mánuður vetrar í gamla norræna tímatalinu. Bóndadagur er alltaf í 13. viku vetrar og ber ætíð upp á föstudag og eins og nafnið ber með sér er dagurinn helgaður körlum landsins á öllum aldri. Í gegnum...

Uppsetning á Silfurtúnglinu

Uppsetning á Silfurtúnglinu

FAS ætlar í samstarfi við Leikfélag Hornafjarðar að setja upp leikverkið Silfurtúnglið eftir Halldór Laxness á þessari önn. Mánudaginn 17. janúar boðar leikfélagið til kynningarfundar í Hlöðunni sem er á Fiskhól 5. Þar ætlar leikstjórinn Stefán Sturla að fara yfir...

FAS keppir í Gettu betur á fimmtudag

FAS keppir í Gettu betur á fimmtudag

Enn og aftur er spurningkeppnin Gettu betur farin af stað og að sjálfsögðu tekur FAS þátt. Í ár taka 29 skólar þátt í keppninni. Þegar lið voru dregin saman kom í ljós að mótherji FAS í fyrstu umferð er MH. Lið FAS skipa þau Anna Lára Grétarsdóttir, Selma Ýr...