Stuttmyndahátíð FAS

05.maí.2021

Við nokkrir nemendur í FAS erum búin að vera vinna í því að gera stuttmyndir seinustu mánuði. Ferlið í þessum sviðslistaáfanga er búið að vera langt og skemmtilegt. Við höfum verið í þessu verkefni síðustu FJÓRA MÁNUÐI! Við skrifuðum handrit, tókum upp hljóð, mynd, lékum og klipptum myndirnar sjálf. Myndin Óstjórn var tekin upp að hluta til í Bergárdal og myndin Manía í Nýheimum.

Ferlið er búið að vera mjög fræðandi, við fengum ráð og kynningar frá fagmönnum og við nýttum okkur þá kennslu í myndirnar okkar. Við í hópnum viljum sérstaklega þakka kennurunum okkar, Stefáni Sturlu og Skrými fyrir alla hjálpina. Aðrar þakkir fara til Hlyns Pálmasonar, Emils Morávek og Tjörva Óskarssonar.

Föstudaginn 7. maí ætlum við að sýna stuttmyndirnar okkar ásamt sex öðrum stuttmyndum frá nemendum skólans og fleirum. Allar myndirnar verða sýndar í röð fjórum sinnum yfir daginn; klukkan 14:00, 15:00, 16:00 og 17:00. Sýningarnar verða í fyrirlestrarsal Nýheima og öllum er velkomið að mæta á þeim tíma sem þeim hentar best. Við minnum þó á grímuskyldu og fjarlægðartakmörk. Allir eru velkomnir og við vonumst til að sjá sem flesta.

Aðrar fréttir

Uppsetning á Silfurtúnglinu

Uppsetning á Silfurtúnglinu

FAS ætlar í samstarfi við Leikfélag Hornafjarðar að setja upp leikverkið Silfurtúnglið eftir Halldór Laxness á þessari önn. Mánudaginn 17. janúar boðar leikfélagið til kynningarfundar í Hlöðunni sem er á Fiskhól 5. Þar ætlar leikstjórinn Stefán Sturla að fara yfir...

FAS keppir í Gettu betur á fimmtudag

FAS keppir í Gettu betur á fimmtudag

Enn og aftur er spurningkeppnin Gettu betur farin af stað og að sjálfsögðu tekur FAS þátt. Í ár taka 29 skólar þátt í keppninni. Þegar lið voru dregin saman kom í ljós að mótherji FAS í fyrstu umferð er MH. Lið FAS skipa þau Anna Lára Grétarsdóttir, Selma Ýr...

Skólastarf vorannar hafið

Skólastarf vorannar hafið

Skólastarf vorannar í FAS hófst formlega í morgun þegar skólinn var settur. Í máli skólameistara kom fram að reynt verði eftir fremsta megni að hafa skólastarf sem eðlilegast þó að mikið sé um smit af völdum kórónuveirunnar núna. Jafnframt minnti hann á mikilvægi þess...