Select Page

Sjókajaknámskeið FAS

05.maí.2021

Í apríl fóru fram tvö kajaknámskeið í fjallamennskunáminu. Þar fá nemendur örstutta hvíld frá fjöllunum og upplifa útivist sem er mjög frábrugðin klifri, jöklaferðum og skíðamennsku. Kajaknámskeiðið er frábær viðbót inn í flóru fjallamennskunámsins en þar opnast fyrir nemendum nýjar dyr innan útivistargeirans á Íslandi.  Kennarar námskeiðsins voru Magnús Sigurjónsson, Sigfús Sigfússon, Michael Walker og Erla Guðný Helgadóttir.

Í þessum áfanga byrjuðum við inni í skólastofu fyrir hádegi þar sem farið var yfir sjávarfallafræði, lesið í sjókort, leiðaval á sjó, alls kyns bjarganir og þann helsta búnað sem kayakleiðsögumenn þurfa að hafa með í för. Einnig var farið yfir kajakferðir og leiðsögn á jökullónum, þær hættur sem leynast þar og öryggisatriði.

Annar dagurinn fór í skipulag leiðangurs á kajak en þar þarf að huga að ýmsum þáttum sem nemendur voru margir að kynnast í fyrsta skipti. Hafstraumar og sjávarföll eru hugtök og fræði sem þarf að læra á til þess að skipuleggja góðan leiðangur á kajak. Nemendur fengu þó að sjálfsögðu einnig að spreyta sig á tækni og var haldið út á sjó. Þar fengu nemendur tækifæri til þess að kynnast hafstraumum, læra ýmsa róðratækni, æfa félagabjarganir, leiðsögutækni og leiðaval svo eitthvað sé nefnt.

Á fjórða og síðasta degi námskeiðsins æfðu nemendur leiðaval, að leiða hóp og einnig fékkst þar tækifæri til þess að æfa enn betur þá tækni sem kynnt var dagana áður. Þau fengu einnig að prófa svokallaða sit on top báta og æfðu félagabjörgun á þeim. Hópur tvö fékk tækifæri til þess að prófa kajakveltuna í sundlauginni á Höfn en það var ekki möguleiki fyrir fyrri hópinn.

Veðrið hjá báðum hópum var með ýmsu móti en að mestu gott þó að stundum hafi blásið hressilega. Kennarahópurinn var hæstánægður með frammistöðu nemenda og vonast til þess að þau geti nýtt sér öll þau tæki og tól sem þau öðluðust á námskeiðinu í náinni framtíð. Nú ættu nemendur að vera tilbúnir í næsta kajakævintýri!

Aðrar fréttir

Skiptibókamarkaður hjá Menningarmiðstöðinni

Skiptibókamarkaður hjá Menningarmiðstöðinni

Það getur verið nokkur kostnaður í því að kaupa bækur og margir eiga námsbækur sem þeir þurfa ekki að nota lengur. Menningarmiðstöð Hornafjarðar stendur fyrir skiptibókamarkaði á bókasafninu þar sem hægt er að koma með slíkar bækur. Nánari upplýsingar er að finna á...

Skólabyrjun á haustönn

Skólabyrjun á haustönn

Nú er heldur betur farið að styttast í að skólastarf haustannarinnar hefjist. Skólinn verður settur fimmtudaginn 18. ágúst í fyrirlestrasal Nýheima klukkan 10. Í kjölfarið verða svo fundir með umsjónarkennurum. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 19. ágúst....

Lind Draumland Völundardóttir er nýr skólameistari FAS

Lind Draumland Völundardóttir er nýr skólameistari FAS

Nú er orðið ljóst að Lind okkar í FAS hefur verið skipuð skólameistari til næstu fimm ára. Það var orðið langþráð fyrir okkur starfsfólk og nemendur að fá að vita hver myndi gegna þessu embætti. Við bjóðum Lind hjartanlega velkomna í starfið og hlökkum til samvinnu á...