Úrslit í veggspjaldsamkeppni

20.apr.2021

Eins og við sögðum frá í síðustu viku hefðu 10 nemendur átt að vera í Noregi í síðustu viku. Þó engin væru ferðalögin var tæknin notuð til að vinna saman. Í hópavinnu voru tveir nemendur frá hverju landi og saman átti að vinna að veggspjaldi þar sem unnið var með heimsmarkmið 12 um ábyrga neyslu og framleiðslu.
Auk skólanna þriggja í Finnlandi, Noregi og Íslandi eru jarðvangar í nágrenni skólanna samstarfsaðilar. Trollfjell jarðvangurinn í Noregi ákvað að efna til samkeppni um besta veggspjaldið þar sem m.a. eftirfarandi var til grundvallar; skýr og innihaldsríkur texti, góð litasamsetning og myndir við hæfi. Vinnan við veggspjöldin gekk mjög vel og síðasta daginn kynntu hóparnir afrakstur vinnunnar.
Í gær var svo tilkynnt hvaða veggspjald hefði borið sigur úr býtum og það var veggspjald frá hópi 3 en þar voru Harpa Sigríður og Karen Ása fulltrúar Íslands. Veggspjaldið verður sent til EGN (European Geoparks Network) sem er dreift til allra jarðvanga í Evrópu. Nánari upplýsingar um vinningsveggspjaldið má sjá hér. Öll veggspjöldin er að finna á síðu verkefnisins undir “Spring 2021 – Goal 12”
Öll fimm veggspjöldin sem voru unnin í síðustu viku verða hengd upp í FAS.

Aðrar fréttir

Stuttmyndahátíð FAS

Stuttmyndahátíð FAS

Við nokkrir nemendur í FAS erum búin að vera vinna í því að gera stuttmyndir seinustu mánuði. Ferlið í þessum sviðslistaáfanga er búið að vera langt og skemmtilegt. Við höfum verið í þessu verkefni síðustu FJÓRA MÁNUÐI! Við skrifuðum handrit, tókum upp hljóð, mynd,...

Sjókajaknámskeið FAS

Sjókajaknámskeið FAS

Í apríl fóru fram tvö kajaknámskeið í fjallamennskunáminu. Þar fá nemendur örstutta hvíld frá fjöllunum og upplifa útivist sem er mjög frábrugðin klifri, jöklaferðum og skíðamennsku. Kajaknámskeiðið er frábær viðbót inn í flóru fjallamennskunámsins en þar opnast fyrir...

Axel Elí gefur út smáskífu

Axel Elí gefur út smáskífu

Við í FAS erum stolt að segja frá því að nemandi okkar, Axel Elí Friðriksson, gaf út sína fyrstu smáskífu nú í vikunni sem ber heitið "Glas af viskí". Axel Elí vinnur undir listamannsnafninu "Seli". Plötuna má finna á Spotify. Platan var að hluta til tekin upp og...