Góðir gestir í FAS

19.mar.2021

Í dag komu til okkar góðir gestir og því var tvöfalt uppbrot hjá okkur í FAS. Það var annars vegar Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur sem kom ræddi við hópinn um hvaðeina er viðkemur samskiptum og kynlífi.
Hins vegar komu gestir frá Hugarafli en það eru félagasamtök um geðheilbrigðismál þar sem áhersla er lögð á að einstaklingurinn sé stjórnandinn í eigin lífi. Þar var fyrst og fremst miðlað af reynslu en einnig hvar hægt er að leita aðstoðar.

Vel tókst til og bæði nemendur og gestir voru sáttir með daginn.

Aðrar fréttir

Inniratleikur í FAS

Inniratleikur í FAS

Nokkrum sinnum á önn eru svokölluð "uppbrot" í skólastarfi í FAS en þá er felld niður kennsla í einn tíma og nemendur fást við eitthvað annað. Eitt slíkt var á dagskrá í dag og var ráðgert að það væri ratleikur. Þar sem veðurspáin fyrir daginn var ekki mjög spennandi...

Gisti- og kennslutjald í FAS

Gisti- og kennslutjald í FAS

Á dögunum eignaðist skólinn stórt og mikið tjald sem einkum er hugsað sem gistiaðstaða fyrir nemendur í fjallamennskunámi en auðvitað er hægt að nýta það fyrir annað starf í skólanum ef þarf. Tjaldið var notað í fyrsta skipti í klifuráfanga sem var kenndur í Öræfum í...

Grunnur í klettaklifri

Grunnur í klettaklifri

Nýr nemendahópur í grunnnámi á fjallamennskubraut FAS var boðinn velkominn á dögunum. Hópurinn verður stór í vetur og því voru fyrstu námskeiðin, gönguferðin annars vegar og klettaklifur og línuvinna hins vegar, haldin samtímis og hópnum skipt í tvennt. Kennarar í...