Nám í hestamennsku í FAS

16.mar.2021

Í dag var undirritaður samningur á milli Hestamannafélagsins Hornfirðings og FAS um aðstöðu í reiðhöllinni við Stekkhól í Nesjum fyrir verknám í hestamennsku. Nám í hestamennsku við FAS hefst í haust með bóklegum áfanga en á vorönn 2022 verða kenndir þrír áfangar, einn bóklegur og tveir verklegir. Gerð er krafa um lágmarksfjölda í náminu svo það fari af stað.

Verklega kennslan verður að mestu í reiðhöllinni við Stekkhól. Námið í hestamennsku er alls 20 einingar og er byggt á námi frá Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ (FMOS).

Hér er um tímamótasamning að ræða því þetta er í fyrsta skipti sem FAS býður upp á formlegt framhaldsskólanám í hestamennsku. Námið getur nýst eitt og sér eða sem hluti af námi á framhaldsskólabraut og einnig sem hluti af námi til stúdentsprófs. Þeir sem hyggja á nám í hestamennsku þurfa að taka alla fjóra áfangana. Þá þurfa nemendur að útvega sér hest og reiðtygi fyrir verklega námið.

Þeir sem hafa áhuga á þessu námi geta sótt um það hér . Bóklegir áfangar verða skipulagðir sem fjarnám en verklegt nám verður kennt í lotum.

Það verður spennandi að sjá viðbrögð við þessari nýjustu viðbót í námsframboði FAS.

Aðrar fréttir

Heimsmarkmið 12 og Cittaslow

Heimsmarkmið 12 og Cittaslow

Einn þeirra áfanga sem er kenndur í FAS þessa önnina heitir Erlend samskipti og í honum eru núna 10 nemendur. Þessi áfangi er hluti af þriggja ára samskiptaverkefni undir merkjum Nordplus. Í verkefninu eru skólar í Finnlandi, Noregi og Íslandi að vinna með...

Staðkennsla aftur heimil

Staðkennsla aftur heimil

Kennsla hefst þriðjudaginn 6. apríl samkvæmt stundaskrá og staðkennsla verður með sama hætti og hún var fram að lokun þann 25. mars. Samkvæmt reglugerð um skólahald sem gildir frá 1. - 15. apríl þá er miðað við að hámarksfjöldi í rými sé 30 manns og blöndun heimil....

Páskafrí hefst í dag

Páskafrí hefst í dag

Eftir kennslu í dag hefst páskafrí. Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 6. apríl. Á þessari stundu er ekki ljóst hvort kennt verður í staðnámi eða fjarnámi. Upplýsingar þar að lútandi verða sendar þegar nær dregur. Bestu óskir um gleðilega páska og góða...