Nám í hestamennsku í FAS

16.mar.2021

Í dag var undirritaður samningur á milli Hestamannafélagsins Hornfirðings og FAS um aðstöðu í reiðhöllinni við Stekkhól í Nesjum fyrir verknám í hestamennsku. Nám í hestamennsku við FAS hefst í haust með bóklegum áfanga en á vorönn 2022 verða kenndir þrír áfangar, einn bóklegur og tveir verklegir. Gerð er krafa um lágmarksfjölda í náminu svo það fari af stað.

Verklega kennslan verður að mestu í reiðhöllinni við Stekkhól. Námið í hestamennsku er alls 20 einingar og er byggt á námi frá Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ (FMOS).

Hér er um tímamótasamning að ræða því þetta er í fyrsta skipti sem FAS býður upp á formlegt framhaldsskólanám í hestamennsku. Námið getur nýst eitt og sér eða sem hluti af námi á framhaldsskólabraut og einnig sem hluti af námi til stúdentsprófs. Þeir sem hyggja á nám í hestamennsku þurfa að taka alla fjóra áfangana. Þá þurfa nemendur að útvega sér hest og reiðtygi fyrir verklega námið.

Þeir sem hafa áhuga á þessu námi geta sótt um það hér . Bóklegir áfangar verða skipulagðir sem fjarnám en verklegt nám verður kennt í lotum.

Það verður spennandi að sjá viðbrögð við þessari nýjustu viðbót í námsframboði FAS.

Aðrar fréttir

Inniratleikur í FAS

Inniratleikur í FAS

Nokkrum sinnum á önn eru svokölluð "uppbrot" í skólastarfi í FAS en þá er felld niður kennsla í einn tíma og nemendur fást við eitthvað annað. Eitt slíkt var á dagskrá í dag og var ráðgert að það væri ratleikur. Þar sem veðurspáin fyrir daginn var ekki mjög spennandi...

Gisti- og kennslutjald í FAS

Gisti- og kennslutjald í FAS

Á dögunum eignaðist skólinn stórt og mikið tjald sem einkum er hugsað sem gistiaðstaða fyrir nemendur í fjallamennskunámi en auðvitað er hægt að nýta það fyrir annað starf í skólanum ef þarf. Tjaldið var notað í fyrsta skipti í klifuráfanga sem var kenndur í Öræfum í...

Grunnur í klettaklifri

Grunnur í klettaklifri

Nýr nemendahópur í grunnnámi á fjallamennskubraut FAS var boðinn velkominn á dögunum. Hópurinn verður stór í vetur og því voru fyrstu námskeiðin, gönguferðin annars vegar og klettaklifur og línuvinna hins vegar, haldin samtímis og hópnum skipt í tvennt. Kennarar í...