Endurmenntun og efling í ævintýraferðaþjónustu

15.mar.2021

FAS og aðrar stofnanir í Nýheimum eru, og hafa á undanförnum misserum verið að vinna að verkefnum sem veitt geta fyrirtækjum innan ævintýraferðaþjónustunnar stuðning til nýsköpunar og full þörf er á slíkum stuðningi á tímum Covid-19. Ekki þarf að fjölyrða um þau gríðarlegu áhrif sem heimsfaraldurinn hefur haft á ferðaþjónustuna um allan heim og World Travel and Tourism Council (WTTC) hefur bent á að það gæti tekið ferðaiðnaðinn tíu mánuði að jafna sig eftir áfallið sem faraldurinn hefur valdið.  

Þau verkefni sem unnið hefur verið að í Nýheimum snúa að því að kynna fyrir fyrirtækjum í ævintýraferðaþjónustu leiðir til að styrkja stöðu sína á margvíslegan máta, auka vöruframboð sitt eða ná til nýrra neytenda og styrkja þannig samkeppnisforskot sitt.  

Nýlega lauk vinnu við verkefnin ADVENT og SUSTAIN IT þar sem stofnanir innan Nýheima tóku þátt. Í þessum verkefnum voru þróaðar leiðir til að auðvelda fyrirtækjunum aðgengi að endurmenntun í tengslum við ævintýraferðamennsku og til að styrkja stöðu fyrirtækjanna varðandi sjálfbærni. Önnur verkefni sem eru í gangi í Nýheimum núna eru SCITOUR þar sem leitast er við að þróa og kynna leiðir til að efla vísindatengda ferðaþjónustu, NICHE þar sem þróaðar eru leiðir og námsefni til að vinna með óáþreifanlegan menningararf sem leið til nýsköpunar í ferðaþjónustu og DETOUR en þar er verið að þróa og kynna stuðnings- og námsefni sem nýst getur til að þróa vöru fyrir ört stækkandi hóp ferðalanga sem leita eftir heilsueflandi ferðaþjónustuframboði. 

Þessi verkefni eru öll unnin í alþjóðlegu samstarfi og eru þau styrkt af Menntaáætlun Erasmus+ og/eða Northern Periphery and Arctic Programme. 

Það er von allra sem að þessum verkefnum standa að ferðaþjónustuaðilar kynni sér þá möguleika sem í þessum verkefnum felast. Hér fyrir neðan eru slóðir inn á verkefnin fyrir áhugasama til að kynna sér það sem þar er í boði:   

SUSTAIN IT – http://www.sustainit.eu 
ADVENT
 – https://adventureedu.eu  
SCITOUR
– https://scitour.interreg-npa.eu 
NICHE
 – https://www.nicheproject.eu 
DETOUR
 – https://www.detourproject.eu   

Aðrar fréttir

Heimsmarkmið 12 og Cittaslow

Heimsmarkmið 12 og Cittaslow

Einn þeirra áfanga sem er kenndur í FAS þessa önnina heitir Erlend samskipti og í honum eru núna 10 nemendur. Þessi áfangi er hluti af þriggja ára samskiptaverkefni undir merkjum Nordplus. Í verkefninu eru skólar í Finnlandi, Noregi og Íslandi að vinna með...

Staðkennsla aftur heimil

Staðkennsla aftur heimil

Kennsla hefst þriðjudaginn 6. apríl samkvæmt stundaskrá og staðkennsla verður með sama hætti og hún var fram að lokun þann 25. mars. Samkvæmt reglugerð um skólahald sem gildir frá 1. - 15. apríl þá er miðað við að hámarksfjöldi í rými sé 30 manns og blöndun heimil....

Páskafrí hefst í dag

Páskafrí hefst í dag

Eftir kennslu í dag hefst páskafrí. Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 6. apríl. Á þessari stundu er ekki ljóst hvort kennt verður í staðnámi eða fjarnámi. Upplýsingar þar að lútandi verða sendar þegar nær dregur. Bestu óskir um gleðilega páska og góða...