Endurmenntun og efling í ævintýraferðaþjónustu

15.mar.2021

FAS og aðrar stofnanir í Nýheimum eru, og hafa á undanförnum misserum verið að vinna að verkefnum sem veitt geta fyrirtækjum innan ævintýraferðaþjónustunnar stuðning til nýsköpunar og full þörf er á slíkum stuðningi á tímum Covid-19. Ekki þarf að fjölyrða um þau gríðarlegu áhrif sem heimsfaraldurinn hefur haft á ferðaþjónustuna um allan heim og World Travel and Tourism Council (WTTC) hefur bent á að það gæti tekið ferðaiðnaðinn tíu mánuði að jafna sig eftir áfallið sem faraldurinn hefur valdið.  

Þau verkefni sem unnið hefur verið að í Nýheimum snúa að því að kynna fyrir fyrirtækjum í ævintýraferðaþjónustu leiðir til að styrkja stöðu sína á margvíslegan máta, auka vöruframboð sitt eða ná til nýrra neytenda og styrkja þannig samkeppnisforskot sitt.  

Nýlega lauk vinnu við verkefnin ADVENT og SUSTAIN IT þar sem stofnanir innan Nýheima tóku þátt. Í þessum verkefnum voru þróaðar leiðir til að auðvelda fyrirtækjunum aðgengi að endurmenntun í tengslum við ævintýraferðamennsku og til að styrkja stöðu fyrirtækjanna varðandi sjálfbærni. Önnur verkefni sem eru í gangi í Nýheimum núna eru SCITOUR þar sem leitast er við að þróa og kynna leiðir til að efla vísindatengda ferðaþjónustu, NICHE þar sem þróaðar eru leiðir og námsefni til að vinna með óáþreifanlegan menningararf sem leið til nýsköpunar í ferðaþjónustu og DETOUR en þar er verið að þróa og kynna stuðnings- og námsefni sem nýst getur til að þróa vöru fyrir ört stækkandi hóp ferðalanga sem leita eftir heilsueflandi ferðaþjónustuframboði. 

Þessi verkefni eru öll unnin í alþjóðlegu samstarfi og eru þau styrkt af Menntaáætlun Erasmus+ og/eða Northern Periphery and Arctic Programme. 

Það er von allra sem að þessum verkefnum standa að ferðaþjónustuaðilar kynni sér þá möguleika sem í þessum verkefnum felast. Hér fyrir neðan eru slóðir inn á verkefnin fyrir áhugasama til að kynna sér það sem þar er í boði:   

SUSTAIN IT – http://www.sustainit.eu 
ADVENT
 – https://adventureedu.eu  
SCITOUR
– https://scitour.interreg-npa.eu 
NICHE
 – https://www.nicheproject.eu 
DETOUR
 – https://www.detourproject.eu   

Aðrar fréttir

Uppsetning á Silfurtúnglinu

Uppsetning á Silfurtúnglinu

FAS ætlar í samstarfi við Leikfélag Hornafjarðar að setja upp leikverkið Silfurtúnglið eftir Halldór Laxness á þessari önn. Mánudaginn 17. janúar boðar leikfélagið til kynningarfundar í Hlöðunni sem er á Fiskhól 5. Þar ætlar leikstjórinn Stefán Sturla að fara yfir...

FAS keppir í Gettu betur á fimmtudag

FAS keppir í Gettu betur á fimmtudag

Enn og aftur er spurningkeppnin Gettu betur farin af stað og að sjálfsögðu tekur FAS þátt. Í ár taka 29 skólar þátt í keppninni. Þegar lið voru dregin saman kom í ljós að mótherji FAS í fyrstu umferð er MH. Lið FAS skipa þau Anna Lára Grétarsdóttir, Selma Ýr...

Skólastarf vorannar hafið

Skólastarf vorannar hafið

Skólastarf vorannar í FAS hófst formlega í morgun þegar skólinn var settur. Í máli skólameistara kom fram að reynt verði eftir fremsta megni að hafa skólastarf sem eðlilegast þó að mikið sé um smit af völdum kórónuveirunnar núna. Jafnframt minnti hann á mikilvægi þess...