Nám í plastbátasmíði

09.mar.2021

Síðasta vetur var leitað til skólans til að athuga möguleika á námi í plastbátasmíði. Þá var haft samband við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki en þar hefur verið boðið upp á slíkt nám. FNV hefur unnið að því að fá plastbátasmíði sem viðurkennt starfsnám á framhaldsskólastigi og vonir standa til að þetta nám verði fullgilt fljótlega. Þau í FNV tóku erindi okkar í FAS vel og hafa nú skipulagt fyrstu skrefin í náminu. Námið er í heildina um 60 einingar og um helming verður hægt að taka í fjarnámi en verknám fer fram í staðlotum.

Nú hefur verið ákveðið að skrá þátttöku í fyrstu tvo áfangana í plastbátasmíði. Það eru áfangar í öryggis- og efnisfræði plastbátasmíði sem kenndir verða frá FNV.  Kennt verður frá 8. apríl – 3. maí  á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum í fjarnámi í alls níu skipti. Kennsla fer fram 17:30 – 21:30. Þegar nær dregur verða gefnar nánari upplýsingar um fyrirkomulag náms og kennslu. Hægt er að sækja um hér og er umsóknarfrestur er til 18. mars.
Við hvetjum alla sem hafa áhuga að skoða spennandi möguleika og skrá sig.

Aðrar fréttir

Inniratleikur í FAS

Inniratleikur í FAS

Nokkrum sinnum á önn eru svokölluð "uppbrot" í skólastarfi í FAS en þá er felld niður kennsla í einn tíma og nemendur fást við eitthvað annað. Eitt slíkt var á dagskrá í dag og var ráðgert að það væri ratleikur. Þar sem veðurspáin fyrir daginn var ekki mjög spennandi...

Gisti- og kennslutjald í FAS

Gisti- og kennslutjald í FAS

Á dögunum eignaðist skólinn stórt og mikið tjald sem einkum er hugsað sem gistiaðstaða fyrir nemendur í fjallamennskunámi en auðvitað er hægt að nýta það fyrir annað starf í skólanum ef þarf. Tjaldið var notað í fyrsta skipti í klifuráfanga sem var kenndur í Öræfum í...

Grunnur í klettaklifri

Grunnur í klettaklifri

Nýr nemendahópur í grunnnámi á fjallamennskubraut FAS var boðinn velkominn á dögunum. Hópurinn verður stór í vetur og því voru fyrstu námskeiðin, gönguferðin annars vegar og klettaklifur og línuvinna hins vegar, haldin samtímis og hópnum skipt í tvennt. Kennarar í...