Mánudaginn 22. febrúar var komið að annarri fuglatalningu í Óslandi á þessari önn. Veður var með eindæmum gott, logn, sól og sex stiga hiti. Einhverjir í hópnum nefndu að vorið væri að minna á sig og það finnst okkur ekki leiðinlegt.
Þó svo að veðrið væri frábært var lítið um fugla. Einungis sáust tæplega 70 fuglar á talningasvæðinu og mest var af fýl og æðarfugli. Líkleg skýring á því hversu fáir fuglar eru að loðnugöngur hafa verið að fara vestur með ströndinni og fuglinn er líklegast að elta ætið.
Í gær bárust af því fréttir að farfuglar væru farnir að komast til landsins. Í síðustu viku sást tjaldur í Kjósinni sem var merktur og var fyrir nokkru við Ermasundseyjar þar sem hann hafði vetursetu. Þá sáust þrjár lóur inn við Silfurvöll en ekki er vitað hvort það eru fuglar sem hafa haft hér vetursetu eða hvort um farfugla er að ræða.
10. bekkur heimsækir FAS
Í gær komu til okkar góðir gestir en það voru nemendur sem eru að ljúka námi í grunnskóla í vor og eru farnir að velta fyrir sér áframhaldandi námi. Það voru þau Eyjólfur skólameistari, Hildur áfangastjóri, Fríður námsráðgjafi ásamt nemendum úr nemendaráði sem tóku á...