10. bekkur heimsækir FAS

19.feb.2021

Í gær komu til okkar góðir gestir en það voru nemendur sem eru að ljúka námi í grunnskóla í vor og eru farnir að velta fyrir sér áframhaldandi námi. Það voru þau Eyjólfur skólameistari, Hildur áfangastjóri, Fríður námsráðgjafi ásamt nemendum úr nemendaráði sem tóku á móti hópnum. Í upphafi fékk hópurinn kynningu á framhaldsskólakerfinu og á því hvaða námsleiðir eru í boði í FAS.

Nemendur í nemendaráði sögðu frá því hvernig félagslíf skólans er byggt upp og að lokinni kynningu gengu þeir með gestunum um húsið. Við þökkum gestunum kærlega fyrir komuna og vonumst til að sjá sem flesta í haust.

Aðrar fréttir

Fáir fuglar á ferli í Óslandi

Fáir fuglar á ferli í Óslandi

Mánudaginn 22. febrúar var komið að annarri fuglatalningu í Óslandi á þessari önn. Veður var með eindæmum gott, logn, sól og sex stiga hiti. Einhverjir í hópnum nefndu að vorið væri að minna á sig og það finnst okkur ekki leiðinlegt. Þó svo að veðrið væri frábært var...

Lokaverkefni í sjónlist

Lokaverkefni í sjónlist

Í gær var sett upp sýning tveggja nemenda í sjónlist en verkin eru unnin á haustönninni. Ekki hefur verið stund eða staður til að sýna þessi verk fyrr en núna. Verkin verða til sýnis í Menningarmiðstöð Hornafjarðar frá og með deginum í dag. Daníel Snær Garðarsson...

Fyrsta hjálp í fjallamennsku

Fyrsta hjálp í fjallamennsku

Fyrsta hjálp fór fram í fjallamennskunámi FAS í janúar og fyrri hluta febrúar. Þema áfangans var meðal annars að undirbúa nemendur undir óvænt slys í óbyggðum og bráð veikindi sem upp geta komið. Mikið var lagt upp úr verklegri kennslu bæði inni og úti. Á námskeiðinu...