Í gær var sett upp sýning tveggja nemenda í sjónlist en verkin eru unnin á haustönninni. Ekki hefur verið stund eða staður til að sýna þessi verk fyrr en núna. Verkin verða til sýnis í Menningarmiðstöð Hornafjarðar frá og með deginum í dag.
Daníel Snær Garðarsson sýnir ljósmyndir af teikniæfingum en hann vann að mestu út frá þrívíðum formum líkamans og voru honum grísk goð einkar hugleikin.
Karen Ása Benediktsdóttir sýnir stílistaverkefni þar sem hún endurhannaði fatnað og skapaði um leið heildstætt útlit þar sem m.a. var hugað að förðun og hárgreiðslu. Sjö einstaklingar tóku að sér að sitja fyrir. Dagmar Lilja Óskarsdóttir farðaði í þessu verkefni og Karen Ása tók sjálf myndirnar.
Við hvetjum alla til að líta við í Menningarmiðstöðunni og skoða skemmtileg verkefni.
Fáir fuglar á ferli í Óslandi
Mánudaginn 22. febrúar var komið að annarri fuglatalningu í Óslandi á þessari önn. Veður var með eindæmum gott, logn, sól og sex stiga hiti. Einhverjir í hópnum nefndu að vorið væri að minna á sig og það finnst okkur ekki leiðinlegt. Þó svo að veðrið væri frábært var...