Fyrsta hjálp í fjallamennsku

16.feb.2021

Fyrsta hjálp fór fram í fjallamennskunámi FAS í janúar og fyrri hluta febrúar. Þema áfangans var meðal annars að undirbúa nemendur undir óvænt slys í óbyggðum og bráð veikindi sem upp geta komið. Mikið var lagt upp úr verklegri kennslu bæði inni og úti. Á námskeiðinu var meðal annars fjallað um; sárahreinsun, spelkur, böruburð með línum, hvernig búa skal um ofkældan einstakling, áhættusár, bruna og endurlífgun.

Síðasta kvöldið fengu nemendur að spreyta sig í aðkomu að hópslysi þar sem bráðaflokkun og forgangsröðun var æfð til þaula. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá námskeiðinu.

Aðrar fréttir

Fáir fuglar á ferli í Óslandi

Fáir fuglar á ferli í Óslandi

Mánudaginn 22. febrúar var komið að annarri fuglatalningu í Óslandi á þessari önn. Veður var með eindæmum gott, logn, sól og sex stiga hiti. Einhverjir í hópnum nefndu að vorið væri að minna á sig og það finnst okkur ekki leiðinlegt. Þó svo að veðrið væri frábært var...

10. bekkur heimsækir FAS

10. bekkur heimsækir FAS

Í gær komu til okkar góðir gestir en það voru nemendur sem eru að ljúka námi í grunnskóla í vor og eru farnir að velta fyrir sér áframhaldandi námi. Það voru þau Eyjólfur skólameistari, Hildur áfangastjóri, Fríður námsráðgjafi ásamt nemendum úr nemendaráði sem tóku á...

Lokaverkefni í sjónlist

Lokaverkefni í sjónlist

Í gær var sett upp sýning tveggja nemenda í sjónlist en verkin eru unnin á haustönninni. Ekki hefur verið stund eða staður til að sýna þessi verk fyrr en núna. Verkin verða til sýnis í Menningarmiðstöð Hornafjarðar frá og með deginum í dag. Daníel Snær Garðarsson...