Nemendur á sviðlistasviði í stuttmyndagerð

04.feb.2021

Á vorönn vinna nemendur á sviðslistasviði FAS tvær stuttmyndir. Verkefnið er frá hugmynd til sýningar og skiptist í fjórar vinnulotur sem eru:
1. hugmynd og handrit,
2. skipulag verkferla,
3. upptökur og
4. eftirvinnsla og sýningar.
Nú eru tólf nemendur skráðir í námið en kennarar eru Stefán Sturla og Skrýmir Árnason en auk þeirra koma fjórir einstaklingar og halda fyrirlestra um sitt sérsvið. Þeir eru Hlynur Pálmason kvikmyndaleikstjóri, Emil Morávek kvikmyndagerðamaður, Gunnar Auðunn Jóhannsson kvikmyndatökumaður og Tjörvi Óskarsson tónlistarmaður. Þeir þrír fyrstnefndu eru allir fyrrum nemendur FAS.
Nú eru nemendur að ljúka við fyrstu vinnulotuna og eru handrit fyrir þessar tvær myndir að verða tilbúin. Á næstu vikum munu nemendur hefja upptökur en áætlað er að frumsýna myndirnar í byrjun maí. Það verður að koma í ljós í vor hvernig staðið verður að sýningum myndanna. Nemendur hafa þar viðrað ýmsar nýjar og nýstárlegar lausnamiðaðar hugmyndir enda vinnur hópurinn mjög vel saman.

Aðrar fréttir

Stuttmyndahátíð FAS

Stuttmyndahátíð FAS

Við nokkrir nemendur í FAS erum búin að vera vinna í því að gera stuttmyndir seinustu mánuði. Ferlið í þessum sviðslistaáfanga er búið að vera langt og skemmtilegt. Við höfum verið í þessu verkefni síðustu FJÓRA MÁNUÐI! Við skrifuðum handrit, tókum upp hljóð, mynd,...

Sjókajaknámskeið FAS

Sjókajaknámskeið FAS

Í apríl fóru fram tvö kajaknámskeið í fjallamennskunáminu. Þar fá nemendur örstutta hvíld frá fjöllunum og upplifa útivist sem er mjög frábrugðin klifri, jöklaferðum og skíðamennsku. Kajaknámskeiðið er frábær viðbót inn í flóru fjallamennskunámsins en þar opnast fyrir...

Úrslit í veggspjaldsamkeppni

Úrslit í veggspjaldsamkeppni

Eins og við sögðum frá í síðustu viku hefðu 10 nemendur átt að vera í Noregi í síðustu viku. Þó engin væru ferðalögin var tæknin notuð til að vinna saman. Í hópavinnu voru tveir nemendur frá hverju landi og saman átti að vinna að veggspjaldi þar sem unnið var með...