Skólafundur og þorragleði

29.jan.2021

Við hér í FAS höfum lengi lagt á það áherslu að nemendur sýni sem mesta virkni. Það á við í öllu sem viðkemur skólanum, hvort sem það tengist námi eða öðru. Á hverri önn er haldinn skólafundur en þá hittast nemendur og starfsfólk til að ræða mikilvæg málefni hverju sinni. Og í gær var komið að skólafundi annarinnar.

Þrjú mál voru til umræðu; heilsa og samfélag, nám og samfélag og umhverfismál. Fyrir fundinn höfðu þátttakendur valið sér hóp eftir áhugasviði. Til að umræðan yrði markvissari og að allir fengju að koma sínu sjónarmiði á framfæri var stóru hópunum skipt í smærri einingar. Hópstjóri stýrði umræðum á hverjum stað og ritari tók niður punkta. Öllum hugmyndum var safnað saman og litið verður til þeirra við mótun skólastarfsins.

Að loknum fundi bauð skólinn upp á þorramat og þar voru í boði ýmsar kræsingar sem alla jafna eru ekki á borðum.

Aðrar fréttir

Stuttmyndahátíð FAS

Stuttmyndahátíð FAS

Við nokkrir nemendur í FAS erum búin að vera vinna í því að gera stuttmyndir seinustu mánuði. Ferlið í þessum sviðslistaáfanga er búið að vera langt og skemmtilegt. Við höfum verið í þessu verkefni síðustu FJÓRA MÁNUÐI! Við skrifuðum handrit, tókum upp hljóð, mynd,...

Sjókajaknámskeið FAS

Sjókajaknámskeið FAS

Í apríl fóru fram tvö kajaknámskeið í fjallamennskunáminu. Þar fá nemendur örstutta hvíld frá fjöllunum og upplifa útivist sem er mjög frábrugðin klifri, jöklaferðum og skíðamennsku. Kajaknámskeiðið er frábær viðbót inn í flóru fjallamennskunámsins en þar opnast fyrir...

Úrslit í veggspjaldsamkeppni

Úrslit í veggspjaldsamkeppni

Eins og við sögðum frá í síðustu viku hefðu 10 nemendur átt að vera í Noregi í síðustu viku. Þó engin væru ferðalögin var tæknin notuð til að vinna saman. Í hópavinnu voru tveir nemendur frá hverju landi og saman átti að vinna að veggspjaldi þar sem unnið var með...