Hæfnimat í fjallamennsku

08.jan.2021

Í dag byrjaði hæfnimat fyrir fólk með reynslu úr fjallamennsku. Á síðustu önn var ákveðið að bjóða upp á þennan valmöguleika í tengslum við verkefnið Nám er tækifæri sem Vinnumálastofnun stendur fyrir.
FAS ákvað að bjóða þeim sem hafa einhverja reynslu úr fjallamennsku að ganga í gegnum hæfnimat á því námi sem átti sér stað á haustönninni í fjallamennsku. Standist nemendur hæfnimat munu þeir stunda nám í fjallamennsku á vorönninni og hafa möguleika á því að ljúka brautinni í vor. Þetta mæltist vel fyrir og allir þeir sem sóttu um fyrir tilskilinn tíma og uppfylltu skilyrðin fyrir inntöku í námið fengu námsvist. Núna eru hingað mættir 15 nemendur víðs vegar af landinu og munu þeir eyða helginni hér, bæði innandyra og eins úti í náttúrunni.
Það má með sanni segja að það séu spennandi tímar í fjallamennskunáminu. Þegar þessir nemendur hafa lokið hæfnimati verða 40 nemendur skráðir á brautina í tveimur aðskildum hópum.
Þá má líka segja frá því að farið er að huga að framhaldsnámi í fjallamennsku sem vonandi verður í boði í haust.

 

 

Aðrar fréttir

Unga fólkið og Heimsmarkmiðin

Unga fólkið og Heimsmarkmiðin

Undanfarið hafa bæði ríkistjórn landsins og sveitarfélagið unnið að því að kynna Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna með það að markmiði að bæta lífskjör og hag allra. Það hafa verið haldnir margir fundir þar sem íbúar eru fengnir tll að koma að því að móta stefnu...

Sviðslistir í boði í FAS fyrir alla

Sviðslistir í boði í FAS fyrir alla

Á vorönn 2021 býður FAS upp á sviðslistaáfanga í leiklist og kvikmyndagerð. Tvær stuttmyndir verða unnar í áfanganum og munu allir nemendur koma að hvorri mynd sem tæknihópur og leikarar. Þessi áfangi er tilvalinn fyrir fólk sem sækist eftir grunnþekkingu í vinnu við...

FAS keppir í Gettu betur í kvöld

FAS keppir í Gettu betur í kvöld

Eins og undanfarin ár keppir FAS í Gettu betur. Þegar lið voru dregin sama kom í ljós að FAS keppir við lið Menntaskólans í Kópavogi og verður viðureignin í kvöld, 5. janúar. Viðureigninni verður útvarpað á Rás 2 og munu liðin keppa klukkan 20:20. Lið FAS er skipað...