Glaðventa í FAS

09.des.2020

Í dag er síðasti kennsludagur annarinnar í FAS. Af því tilefni gerðu nemendur og kennarar sér dagamun og kennsla féll niður í síðasta tíma fyrir hádegi. Nemendur fór í leik og hún Hafdís í veitingasölunni töfraði fram kræsingar í anda jólanna.
Að sjálfsögðu fylgdu allir sóttvarnarreglum, báru grímur á meðan náð var í matinn og borðuðu í sinni heimastofu.
Á morgun tekur svo við lokamat hjá nemendum. Þá mæta nemendur í viðtal hjá kennurum sínum og gera upp önnina. Tímasetningar í lokamat fylgja í flestum tilfellum stundaskrá viðkomandi áfanga. Það verða allir að mæta í lokamat til þess að ljúka áfanga og ná þar jafnframt tilsettum árangri. Lokamati lýkur 18. desember og þá ættu líka allar einkunnir að ligga fyrir í Innu.
Við óskum nemendum okkar góðs gengis í lokamati.

Aðrar fréttir

Unga fólkið og Heimsmarkmiðin

Unga fólkið og Heimsmarkmiðin

Undanfarið hafa bæði ríkistjórn landsins og sveitarfélagið unnið að því að kynna Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna með það að markmiði að bæta lífskjör og hag allra. Það hafa verið haldnir margir fundir þar sem íbúar eru fengnir tll að koma að því að móta stefnu...

Sviðslistir í boði í FAS fyrir alla

Sviðslistir í boði í FAS fyrir alla

Á vorönn 2021 býður FAS upp á sviðslistaáfanga í leiklist og kvikmyndagerð. Tvær stuttmyndir verða unnar í áfanganum og munu allir nemendur koma að hvorri mynd sem tæknihópur og leikarar. Þessi áfangi er tilvalinn fyrir fólk sem sækist eftir grunnþekkingu í vinnu við...

Hæfnimat í fjallamennsku

Hæfnimat í fjallamennsku

Í dag byrjaði hæfnimat fyrir fólk með reynslu úr fjallamennsku. Á síðustu önn var ákveðið að bjóða upp á þennan valmöguleika í tengslum við verkefnið Nám er tækifæri sem Vinnumálastofnun stendur fyrir. FAS ákvað að bjóða þeim sem hafa einhverja reynslu úr...