Rafræn ráðstefna í FAS

by 17.nóv.2020Fréttir

Lokaráðstefna ADVENT var haldin sem netráðstefna 6. nóvember 2020. Ráðstefnan fór fram í gegnum Teams og var hún tekin upp með það að markmiði að birta upptökuna á heimasíðu verkefnisins.

Þátttakendur á ráðstefnunni voru frá samstarfslöndunum, Finnlandi, Skotlandi og Íslandi. Þegar fjöldi þátttakenda var mestur voru 28 tölvur tengdar og í sumum tilfellum voru fleiri en einn á bak við hverja tengingu.

Áhugaverð erindi voru flutt á ráðstefnunni og verkefnið og námskeiðin sem þróuð voru á verkefnatímanum voru kynnt. Umræður fóru fram í lok ráðstefnunnar og kom þar fram almenn ánægja með afrakstur verkefnisins og þau tengsl sem hafa myndast á milli skóla, rannsóknarstofnanna og ferðaþjónustufyrirtækja, jafnt innanlands sem og á milli landa.

Ýmsir tæknilegir örðugleikar settu mark sitt á ráðstefnuna og vantar t.d. nokkrar mínútur fremst og aftast á upptökuna. Beðist er velvirðingar á því en upptakan er nú aðgengileg á vefsíðu ADVENT; http://adventureedu.eu/is/news/41

ADVENT verkefninu lýkur í lok desember en erlenda samstarfið í FAS heldur áfram, kannski ekki af þeim krafti sem við hefðum helst viljað og er ástæðan COVID-19.

Í gangi eru samt fjögur önnur erlend verkefni; Promount – Aukin fagmennska í fjallamennskunámi sem er náms- og þjálfunarverkefni, DETOUR – Destinations: Wellbeing Tourism Oppertunities for Regions sem er verkefni tengt uppbyggingu í ferðaþjónustu, Menningartengda nemendaskiptaverkefnið Cultural Heretage in the Context of Students Carriers og nemendaskiptaverkefnið Geoheritage, culture and sustainable communities in rural areas in Finland, Iceland and Norway þar sem unnið í nærumhverfi þátttökulandanna.

FAS vinnur að því að efla erlend samskipti enn frekar og er skólinn nú með umsókn hjá Erasmus+ varðandi leiðir til einfaldara aðgengis að náms- og þjálfunarverkefnum fyrir bæði nemendur og starfsfólk skólans.

 

Aðrar fréttir

Jákvæð heilsuefling í FAS

Jákvæð heilsuefling í FAS

Síðustu þrjár vikur hafa nemendur í áfanganum HEIF1NH03 fengið tækifæri til að útvíkka upplifun sína og reynslu varðandi heilsueflingu. Þær Hulda og Lind hafa verið með krökkunum og kynnt fyrir þeim leiðir til að vinna markvisst að jákvæðri heilsueflingu, jafnt...

Jöklamælingar FAS í þrjátíu ár

Jöklamælingar FAS í þrjátíu ár

Í október 1990 birtist grein í Eystrahorni þar sem sagt er frá því að Framhaldsskólinn í Nesjum, eins og skólinn var kallaður þá, hafi verið beðinn um að sjá um mælingar á þremur skriðjöklum við Hornafjörð og á Mýrum.  Mælingarnar voru í tengslum við Orkustofnun og...

ADVENT- Boð á rafræna ráðstefnu

ADVENT- Boð á rafræna ráðstefnu

FAS hefur síðastliðin þrjú ár leitt Erasmus+ námsverkefnið ADVENT, Adventure tourism  in Vocational Education and Training. Eftir þriggja ára áhugaverða vinnu við verkefnið og frestanna vegna COVID-19 er nú að koma að lokaráðstefnu verkefnisins. Upphaflega átti...