ADVENT- Boð á rafræna ráðstefnu

by 02.nóv.2020Fréttir

FAS hefur síðastliðin þrjú ár leitt Erasmus+ námsverkefnið ADVENT, Adventure tourism  in Vocational Education and Training. Eftir þriggja ára áhugaverða vinnu við verkefnið og frestanna vegna COVID-19 er nú að koma að lokaráðstefnu verkefnisins. Upphaflega átti ráðstefnan að vera með því sniði að á hana kæmu gestir, bæði úr hópi finnsku og skosku samstarfsaðilanna og eins aðila úr nærsamfélaginu.

Vegna þeirra aðstæðna sem COVID-19 hefur skapað verður þessi ráðstefna rafræn og haldin í gegnum Teams fjarfundarkerfið föstudaginn 6. nóvember kl. 09:00 – 12:20.

Áhugaverðir fyrirlestrar verða fluttir á ráðstefnunni og greint verður frá tilgangi, uppbyggingu og afrakstri verkefnisins. Fundurinn fer fram í gegnum Teams og eru áhugasamir ráðstefnugestir hvattir til að skrá sig til leiks með því að senda póst á info@adventureedu.eu fyrir fimmtudaginn 5. nóvember og taka virkan þátt í umræðum.

Hér má sjá dagskrá ráðstefnunnar

Aðrar fréttir

Jákvæð heilsuefling í FAS

Jákvæð heilsuefling í FAS

Síðustu þrjár vikur hafa nemendur í áfanganum HEIF1NH03 fengið tækifæri til að útvíkka upplifun sína og reynslu varðandi heilsueflingu. Þær Hulda og Lind hafa verið með krökkunum og kynnt fyrir þeim leiðir til að vinna markvisst að jákvæðri heilsueflingu, jafnt...

Jöklamælingar FAS í þrjátíu ár

Jöklamælingar FAS í þrjátíu ár

Í október 1990 birtist grein í Eystrahorni þar sem sagt er frá því að Framhaldsskólinn í Nesjum, eins og skólinn var kallaður þá, hafi verið beðinn um að sjá um mælingar á þremur skriðjöklum við Hornafjörð og á Mýrum.  Mælingarnar voru í tengslum við Orkustofnun og...

Rafræn ráðstefna í FAS

Rafræn ráðstefna í FAS

Lokaráðstefna ADVENT var haldin sem netráðstefna 6. nóvember 2020. Ráðstefnan fór fram í gegnum Teams og var hún tekin upp með það að markmiði að birta upptökuna á heimasíðu verkefnisins. Þátttakendur á ráðstefnunni voru frá samstarfslöndunum, Finnlandi, Skotlandi og...