Listsköpun í Vöruhúsinu

by 27.okt.2020Fréttir

Það má sannarlega segja að það hafi verði líflegt í Vöruhúsinu um nýliðna helgi en dagana 24. og 25. október var komið að fyrri hluta námskeiðs á lista- og menningarsviði þar sem fengist var við málun, teiknun, ljósmyndun og myndvinnslu. Þátttakendur í námskeiðinu eru bæði nemendur í FAS sem eru á lista- og menningarsviði en einnig aðrir áhugasamir í samfélaginu. Sautján nemendur sóttu námskeiðið um síðustu helgi.
Nemendur gátu valið á milli tveggja hópa. Annar hópurinn fékkst við ljósmyndun og myndvinnslu en hinn teiknaði og málaði uppstillingu. Báðir hóparnir voru mjög áhugasamir og unnu vel. Það var ekki að sjá að ólíkur aldur og bakgrunnur skipti máli og vinnugleðin var allsráðandi. Seinni hluti námskeiðsins verður helgina 31. október og 1. nóvember og þá er ætlunin að ljúka verkefnunum. Hægt er að skoða myndir frá námskeiðinu á instagramsíðu lista- og menningarsviðs.

Aðrar fréttir

Jákvæð heilsuefling í FAS

Jákvæð heilsuefling í FAS

Síðustu þrjár vikur hafa nemendur í áfanganum HEIF1NH03 fengið tækifæri til að útvíkka upplifun sína og reynslu varðandi heilsueflingu. Þær Hulda og Lind hafa verið með krökkunum og kynnt fyrir þeim leiðir til að vinna markvisst að jákvæðri heilsueflingu, jafnt...

Jöklamælingar FAS í þrjátíu ár

Jöklamælingar FAS í þrjátíu ár

Í október 1990 birtist grein í Eystrahorni þar sem sagt er frá því að Framhaldsskólinn í Nesjum, eins og skólinn var kallaður þá, hafi verið beðinn um að sjá um mælingar á þremur skriðjöklum við Hornafjörð og á Mýrum.  Mælingarnar voru í tengslum við Orkustofnun og...

Rafræn ráðstefna í FAS

Rafræn ráðstefna í FAS

Lokaráðstefna ADVENT var haldin sem netráðstefna 6. nóvember 2020. Ráðstefnan fór fram í gegnum Teams og var hún tekin upp með það að markmiði að birta upptökuna á heimasíðu verkefnisins. Þátttakendur á ráðstefnunni voru frá samstarfslöndunum, Finnlandi, Skotlandi og...