Breytt fyrirkomulag á kennslu í FAS

by 04.Oct.2020Covid-19, Fréttir

Nú er orðið ljóst að sóttvarnareglur hafa verið hertar og ekki mega nema 30 vera í sama rými. Í FAS hefur verið ákveðið að eftirtaldir áfangar verði kenndir í staðkennslu og nemendur þar eiga að mæta samkvæmt stundatöflu:

DANS1ML05
EFNA2LO05
ÍSLE1LT05 og ÍSLE1SR05
LÍFS1HÖ02
MLSU1VA03
RAMV1VA04
SJLI1LI05, einnig 2. og 3. þreps áfangar í sjónlistum
SKAP1LI05
STÆR1TJ05, STÆR1AR05 og STÆR1SA05
VÉLS1VA04

Kennsla í matreiðslu MATR1AM05 fellur niður og íþróttakennsla verður með sama hætti og undanfarið. Í öðrum áföngum en hafa verið taldir upp hér fyrir ofan verður tekin upp fjarkennsla sem kennari í hverjum áfanga mun útfæra og verða nemendur að fylgjast vel með á námsvef og skoða tölvupóst reglulega.

Veitingasalan í Nýheimum verður lokuð 5. – 9. október.

Gert er ráð fyrir að þetta skipulag vari næstu tvær vikur en í lok vikunnar farið yfir stöðuna.

Núna er mikilvægt að allir gæti vel að sóttvörnum og að við styðjum hvert annað á meðan að þetta ástand varir.

Aðrar fréttir

Mælingar á Heinabergsjökli

Mælingar á Heinabergsjökli

Allt frá árinu 1990 hafa nemendur í FAS farið í ferðir til að mæla jökla og skoða áhrif þeirra á landið. Ýmist hefur verið farið að Fláajökli eða Heinabergsjökli í jöklamælingar og eru þessar ferðir hluti af námi í tilteknum áföngum. Mælingar á Heinabergsjökli eru...

Selma Ýr á meðal tuttugu efstu í STAK 2020

Selma Ýr á meðal tuttugu efstu í STAK 2020

Íslenska stærðfræðafélagið hefur um langt skeið staðið fyrir stærðfræðikeppni á meðal framhaldsskólanema. Keppninni er skipt í tvö stig, annars vegar fyrir nýnema sem hófu nám í framhaldsskóla í haust og hins vegar fyrir þá sem eru komnir lengra í námi. Þegar Arndís...

Nýjasta samstarfsverkefnið í FAS

Nýjasta samstarfsverkefnið í FAS

Núna í haust byrjaði nýtt samstarfsverkefni í FAS undir merkjum Nordplus áætlunarinnar. Þetta verkefni er til þriggja ára og er á milli Brønnøysund videregående skole í Noregi, Vaala Upper Secondary School í Finnlandi og FAS. Skólarnir eiga það sameiginlegt að vera...