Spennandi námskeið í FAS

by 17.Sep.2020Fréttir

Nú eru að fara af stað spennandi námskeið í FAS. Þetta eru námskeið sem nemendur á lista- og menningarsviði þurfa að taka í sínu námi. Námskeiðin eru jafnframt opin almenningi og eru ýmist í FAS eða Vöruhúsinu.
Fyrsta námskeiðið verður síðustu helgina í september og þar verður unnið með hljóðupptöku og hljóðblöndun. Annað námskeiðið er í byrjun október og þar er verið að vinna í FABLAB. Á þriðja námskeiðinu er verið að vinna með málun, teiknun, ljósmyndun og Photoshop og verður það námskeið seinni hluta október. Síðasta námskeiðið snýr að förðun og verður líklega seinni partinn í október eða byrjun nóvember. Leiðbeinandi á því námskeiði verður Sigríður Rósa Bjarnadóttir. Nánar má lesa um námskeiðin í meðfylgjandi auglýsingu og í síðasta tölublaði Eystrahorns.
Þeir sem hafa hug á því að sækja eitt eða fleiri af þessum námskeiðum þurfa að skrá sig og það er gert á vef FAS. Skráningargjald er 6000 krónur og viljum við vekja sérstaka athygli á því að upphæðin er sú sama hvort sem tekið er eitt námskeið eða fleiri.
Við hvetjum fólk sem langar til að fást við áhugamál sín eða kljást við eitthvað nýtt að skrá sig.

Aðrar fréttir

Mælingar á Heinabergsjökli

Mælingar á Heinabergsjökli

Allt frá árinu 1990 hafa nemendur í FAS farið í ferðir til að mæla jökla og skoða áhrif þeirra á landið. Ýmist hefur verið farið að Fláajökli eða Heinabergsjökli í jöklamælingar og eru þessar ferðir hluti af námi í tilteknum áföngum. Mælingar á Heinabergsjökli eru...

Selma Ýr á meðal tuttugu efstu í STAK 2020

Selma Ýr á meðal tuttugu efstu í STAK 2020

Íslenska stærðfræðafélagið hefur um langt skeið staðið fyrir stærðfræðikeppni á meðal framhaldsskólanema. Keppninni er skipt í tvö stig, annars vegar fyrir nýnema sem hófu nám í framhaldsskóla í haust og hins vegar fyrir þá sem eru komnir lengra í námi. Þegar Arndís...

Nýjasta samstarfsverkefnið í FAS

Nýjasta samstarfsverkefnið í FAS

Núna í haust byrjaði nýtt samstarfsverkefni í FAS undir merkjum Nordplus áætlunarinnar. Þetta verkefni er til þriggja ára og er á milli Brønnøysund videregående skole í Noregi, Vaala Upper Secondary School í Finnlandi og FAS. Skólarnir eiga það sameiginlegt að vera...