Félagslíf nemenda

by 10.Sep.2020Fréttir

Nú er félagslífið í FAS komið á ágætt skrið. Fyrirkomulagið er svipað og undanfarin ár þar sem klúbbastarf er einkennandi. Það eru nemendur sem koma með hugmyndir og stofna klúbba og svo þarf hver klúbbur að uppfylla ákveðin skilyrði. Hver klúbbur hefur formann og klúbbaformenn ásamt forsetum og hagsmunafulltrúa mynda stjórn nemendafélagsins. Þessi hópur kemur að stefnumótun skólans í ákveðnum verkefnum. Forsetar nemendafélagins á þessu skólaári eru Daníel Snær Garðarsson og Aníta Aðalsteinsdóttir. Það er Guðrún Brynjólfsdóttir sem er hagsmunafulltrúi skólans hjá SÍF (Samband íslenskra framhaldsskólanemenda).

Eftirfarandi klúbbar eru starfræktir núna; sketsklúbbur, samfélagsmiðlaklúbbur, fótboltaklúbbur, tölvuklúbbur, spilaklúbbur, viðburðaklúbbur og málfundafélag. Fyrsti fundur var haldinn fyrir skemmstu og það er mikill hugur í fólki og vilji til að vinna gott félagsstarf við þær aðstæður sem eru í þjóðfélaginu vegna COVID-19 þar sem fjarlægðatakmörk eru í gildi.

Það verður spennandi að fylgjast með starfi krakkanna í vetur.

Aðrar fréttir

Grímunotkun í FAS

Grímunotkun í FAS

Nú hefur komið upp smit á Höfn og við ætlum að bregðast við því í FAS með því að nota grímur í skólanum. Nemendur og starfsfólk fær afhentar grímur þegar þau mæta í skólann á morgun og verða að bera þær á meðan verið er í skólanum. Þar sem mælt er með að einnota...

Spennandi námskeið í FAS

Spennandi námskeið í FAS

Nú eru að fara af stað spennandi námskeið í FAS. Þetta eru námskeið sem nemendur á lista- og menningarsviði þurfa að taka í sínu námi. Námskeiðin eru jafnframt opin almenningi og eru ýmist í FAS eða Vöruhúsinu. Fyrsta námskeiðið verður síðustu helgina í september og...

Birkiskógurinn á Skeiðarársandi

Birkiskógurinn á Skeiðarársandi

Þeir sem eiga leið um Skeiðarársand geta allir orðið vitni að miklum breytingum á náttúrunni. Mest áberandi eru birkitrén sem mynda nú samfellda breiðu um miðbik sandsins. Í FAS viljum við gjarnan að nemendur verði meðvitaðir um umhverfi sitt og kynnist um leið...