Félagslíf nemenda

10.sep.2020

Nú er félagslífið í FAS komið á ágætt skrið. Fyrirkomulagið er svipað og undanfarin ár þar sem klúbbastarf er einkennandi. Það eru nemendur sem koma með hugmyndir og stofna klúbba og svo þarf hver klúbbur að uppfylla ákveðin skilyrði. Hver klúbbur hefur formann og klúbbaformenn ásamt forsetum og hagsmunafulltrúa mynda stjórn nemendafélagsins. Þessi hópur kemur að stefnumótun skólans í ákveðnum verkefnum. Forsetar nemendafélagins á þessu skólaári eru Daníel Snær Garðarsson og Aníta Aðalsteinsdóttir. Það er Guðrún Brynjólfsdóttir sem er hagsmunafulltrúi skólans hjá SÍF (Samband íslenskra framhaldsskólanemenda).

Eftirfarandi klúbbar eru starfræktir núna; sketsklúbbur, samfélagsmiðlaklúbbur, fótboltaklúbbur, tölvuklúbbur, spilaklúbbur, viðburðaklúbbur og málfundafélag. Fyrsti fundur var haldinn fyrir skemmstu og það er mikill hugur í fólki og vilji til að vinna gott félagsstarf við þær aðstæður sem eru í þjóðfélaginu vegna COVID-19 þar sem fjarlægðatakmörk eru í gildi.

Það verður spennandi að fylgjast með starfi krakkanna í vetur.

Aðrar fréttir

Unga fólkið og Heimsmarkmiðin

Unga fólkið og Heimsmarkmiðin

Undanfarið hafa bæði ríkistjórn landsins og sveitarfélagið unnið að því að kynna Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna með það að markmiði að bæta lífskjör og hag allra. Það hafa verið haldnir margir fundir þar sem íbúar eru fengnir tll að koma að því að móta stefnu...

Sviðslistir í boði í FAS fyrir alla

Sviðslistir í boði í FAS fyrir alla

Á vorönn 2021 býður FAS upp á sviðslistaáfanga í leiklist og kvikmyndagerð. Tvær stuttmyndir verða unnar í áfanganum og munu allir nemendur koma að hvorri mynd sem tæknihópur og leikarar. Þessi áfangi er tilvalinn fyrir fólk sem sækist eftir grunnþekkingu í vinnu við...

Hæfnimat í fjallamennsku

Hæfnimat í fjallamennsku

Í dag byrjaði hæfnimat fyrir fólk með reynslu úr fjallamennsku. Á síðustu önn var ákveðið að bjóða upp á þennan valmöguleika í tengslum við verkefnið Nám er tækifæri sem Vinnumálastofnun stendur fyrir. FAS ákvað að bjóða þeim sem hafa einhverja reynslu úr...