Námskeið fjallamennskukennara

31.ágú.2020

Aðsókn að námi í fjallamennsku hefur aldrei verið meiri og núna eru um þrír tugir skráðir í námið. Það finnst okkur frábært en er líka um leið áskorun. Þegar nemendur eru svo margir þurfa margir kennarar að koma að kennslunni því þetta er að mestu leyti vettvangsnám. Núna eru skráðir 16 kennarar á fjallamennskubrautinni í mismikilli kennslu. Þeir eiga það sameiginlegt að vera sérfræðingar á sínu sviði.
Í gær, sunnudag, var stór hluti kennarahópsins á námskeiði þar sem m.a. var farið yfir kennslufræði fullorðinna og útináms. Námskeiðið leiddu þeir Hróbjartur Árnason og Jakob Frímann Þorsteinsson en þeir koma báðir frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Námskeiðið heppnaðist í alla staði mjög vel og var lærdómsríkt fyrir hina verðandi kennara á fjallamennskubrautinni. Áform eru uppi um áframhaldandi samvinnu Menntavísindasviðs og FAS.
Námskeiðið endaði með því að þátttakendur elduðu saman inni í Geitafelli. Það var ekki hvað síst gert til að hrista kennarahópinn saman því þeir koma víða að. Matseldin gekk ljómandi vel og ekki spillti veðrið fyrir.
Nú eru nemendur í fjallamennsku mættir í FAS og eru að undirbúa sína fyrstu ferð sem verður á morgun þriðjudag.

Aðrar fréttir

Stuttmyndahátíð FAS

Stuttmyndahátíð FAS

Við nokkrir nemendur í FAS erum búin að vera vinna í því að gera stuttmyndir seinustu mánuði. Ferlið í þessum sviðslistaáfanga er búið að vera langt og skemmtilegt. Við höfum verið í þessu verkefni síðustu FJÓRA MÁNUÐI! Við skrifuðum handrit, tókum upp hljóð, mynd,...

Sjókajaknámskeið FAS

Sjókajaknámskeið FAS

Í apríl fóru fram tvö kajaknámskeið í fjallamennskunáminu. Þar fá nemendur örstutta hvíld frá fjöllunum og upplifa útivist sem er mjög frábrugðin klifri, jöklaferðum og skíðamennsku. Kajaknámskeiðið er frábær viðbót inn í flóru fjallamennskunámsins en þar opnast fyrir...

Úrslit í veggspjaldsamkeppni

Úrslit í veggspjaldsamkeppni

Eins og við sögðum frá í síðustu viku hefðu 10 nemendur átt að vera í Noregi í síðustu viku. Þó engin væru ferðalögin var tæknin notuð til að vinna saman. Í hópavinnu voru tveir nemendur frá hverju landi og saman átti að vinna að veggspjaldi þar sem unnið var með...