Námskeið fjallamennskukennara

by 31.Aug.2020Fréttir

Aðsókn að námi í fjallamennsku hefur aldrei verið meiri og núna eru um þrír tugir skráðir í námið. Það finnst okkur frábært en er líka um leið áskorun. Þegar nemendur eru svo margir þurfa margir kennarar að koma að kennslunni því þetta er að mestu leyti vettvangsnám. Núna eru skráðir 16 kennarar á fjallamennskubrautinni í mismikilli kennslu. Þeir eiga það sameiginlegt að vera sérfræðingar á sínu sviði.
Í gær, sunnudag, var stór hluti kennarahópsins á námskeiði þar sem m.a. var farið yfir kennslufræði fullorðinna og útináms. Námskeiðið leiddu þeir Hróbjartur Árnason og Jakob Frímann Þorsteinsson en þeir koma báðir frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Námskeiðið heppnaðist í alla staði mjög vel og var lærdómsríkt fyrir hina verðandi kennara á fjallamennskubrautinni. Áform eru uppi um áframhaldandi samvinnu Menntavísindasviðs og FAS.
Námskeiðið endaði með því að þátttakendur elduðu saman inni í Geitafelli. Það var ekki hvað síst gert til að hrista kennarahópinn saman því þeir koma víða að. Matseldin gekk ljómandi vel og ekki spillti veðrið fyrir.
Nú eru nemendur í fjallamennsku mættir í FAS og eru að undirbúa sína fyrstu ferð sem verður á morgun þriðjudag.

Aðrar fréttir

Grímunotkun í FAS

Grímunotkun í FAS

Nú hefur komið upp smit á Höfn og við ætlum að bregðast við því í FAS með því að nota grímur í skólanum. Nemendur og starfsfólk fær afhentar grímur þegar þau mæta í skólann á morgun og verða að bera þær á meðan verið er í skólanum. Þar sem mælt er með að einnota...

Spennandi námskeið í FAS

Spennandi námskeið í FAS

Nú eru að fara af stað spennandi námskeið í FAS. Þetta eru námskeið sem nemendur á lista- og menningarsviði þurfa að taka í sínu námi. Námskeiðin eru jafnframt opin almenningi og eru ýmist í FAS eða Vöruhúsinu. Fyrsta námskeiðið verður síðustu helgina í september og...

Birkiskógurinn á Skeiðarársandi

Birkiskógurinn á Skeiðarársandi

Þeir sem eiga leið um Skeiðarársand geta allir orðið vitni að miklum breytingum á náttúrunni. Mest áberandi eru birkitrén sem mynda nú samfellda breiðu um miðbik sandsins. Í FAS viljum við gjarnan að nemendur verði meðvitaðir um umhverfi sitt og kynnist um leið...