Gróðurreitanna á Skeiðarársandi vitjað

27.ágú.2020

Í dag var komið að árlegri ferð á Skeiðarársand þar sem er verið að fylgjast með gróðurframvindu. FAS á þar fimm gróðurreiti og er það verkefni nemenda í inngangsáfanga að náttúruvísindum að fara og skoða reitina. Það þarf að viðhafa ýmis konar mælingar og mikilvægt er að allir vandi sig sem best. Allar upplýsingar eru skráðar niður og teknar með heim. Þetta verkefni er mikilvægur liður í því að kenna nemendum að vinna að rannsóknum og tileinka sér öguð vinnubrögð svo allar mælingar verði sem nákvæmastar.

Í ferðinni í dag var þó ekki bara verið að vinna að náttúruskoðun. Vegna COVID hefur skólinn þurft að bregðast við ýmis konar samstarfsverkefnum þar sem nemendur og/eða kennarar áttu að ferðast. Til  að halda þessum verkefnum gangandi þarf að finna nýjar leiðir. Þannig var í dag verið að prófa að streyma frá vinnunni á sandinum og gekk það ljómandi vel. Þá komu til móts við okkur fólk sem vinnur að gerð heimildamyndar um skóga á Íslandi og fengu að taka upp frá vinnu okkar á sandinum. Sú mynd verður sýnd á RUV þegar hún er tilbúin.

Vinnan í dag gekk ljómandi vel og allir stóðu sig með mikilli prýði. Næstu daga verður svo unnið úr niðurstöðum og munum við greina nánar frá þeim þegar þær liggja fyrir.

Aðrar fréttir

Stuttmyndahátíð FAS

Stuttmyndahátíð FAS

Við nokkrir nemendur í FAS erum búin að vera vinna í því að gera stuttmyndir seinustu mánuði. Ferlið í þessum sviðslistaáfanga er búið að vera langt og skemmtilegt. Við höfum verið í þessu verkefni síðustu FJÓRA MÁNUÐI! Við skrifuðum handrit, tókum upp hljóð, mynd,...

Sjókajaknámskeið FAS

Sjókajaknámskeið FAS

Í apríl fóru fram tvö kajaknámskeið í fjallamennskunáminu. Þar fá nemendur örstutta hvíld frá fjöllunum og upplifa útivist sem er mjög frábrugðin klifri, jöklaferðum og skíðamennsku. Kajaknámskeiðið er frábær viðbót inn í flóru fjallamennskunámsins en þar opnast fyrir...

Úrslit í veggspjaldsamkeppni

Úrslit í veggspjaldsamkeppni

Eins og við sögðum frá í síðustu viku hefðu 10 nemendur átt að vera í Noregi í síðustu viku. Þó engin væru ferðalögin var tæknin notuð til að vinna saman. Í hópavinnu voru tveir nemendur frá hverju landi og saman átti að vinna að veggspjaldi þar sem unnið var með...