Gróðurreitanna á Skeiðarársandi vitjað

by 27.Aug.2020Fréttir

Í dag var komið að árlegri ferð á Skeiðarársand þar sem er verið að fylgjast með gróðurframvindu. FAS á þar fimm gróðurreiti og er það verkefni nemenda í inngangsáfanga að náttúruvísindum að fara og skoða reitina. Það þarf að viðhafa ýmis konar mælingar og mikilvægt er að allir vandi sig sem best. Allar upplýsingar eru skráðar niður og teknar með heim. Þetta verkefni er mikilvægur liður í því að kenna nemendum að vinna að rannsóknum og tileinka sér öguð vinnubrögð svo allar mælingar verði sem nákvæmastar.

Í ferðinni í dag var þó ekki bara verið að vinna að náttúruskoðun. Vegna COVID hefur skólinn þurft að bregðast við ýmis konar samstarfsverkefnum þar sem nemendur og/eða kennarar áttu að ferðast. Til  að halda þessum verkefnum gangandi þarf að finna nýjar leiðir. Þannig var í dag verið að prófa að streyma frá vinnunni á sandinum og gekk það ljómandi vel. Þá komu til móts við okkur fólk sem vinnur að gerð heimildamyndar um skóga á Íslandi og fengu að taka upp frá vinnu okkar á sandinum. Sú mynd verður sýnd á RUV þegar hún er tilbúin.

Vinnan í dag gekk ljómandi vel og allir stóðu sig með mikilli prýði. Næstu daga verður svo unnið úr niðurstöðum og munum við greina nánar frá þeim þegar þær liggja fyrir.

Aðrar fréttir

Grímunotkun í FAS

Grímunotkun í FAS

Nú hefur komið upp smit á Höfn og við ætlum að bregðast við því í FAS með því að nota grímur í skólanum. Nemendur og starfsfólk fær afhentar grímur þegar þau mæta í skólann á morgun og verða að bera þær á meðan verið er í skólanum. Þar sem mælt er með að einnota...

Spennandi námskeið í FAS

Spennandi námskeið í FAS

Nú eru að fara af stað spennandi námskeið í FAS. Þetta eru námskeið sem nemendur á lista- og menningarsviði þurfa að taka í sínu námi. Námskeiðin eru jafnframt opin almenningi og eru ýmist í FAS eða Vöruhúsinu. Fyrsta námskeiðið verður síðustu helgina í september og...

Birkiskógurinn á Skeiðarársandi

Birkiskógurinn á Skeiðarársandi

Þeir sem eiga leið um Skeiðarársand geta allir orðið vitni að miklum breytingum á náttúrunni. Mest áberandi eru birkitrén sem mynda nú samfellda breiðu um miðbik sandsins. Í FAS viljum við gjarnan að nemendur verði meðvitaðir um umhverfi sitt og kynnist um leið...