Innritun og sumarfrí í FAS

by 12.Jun.2020Fréttir

Nú stendur yfir innritun fyrir nám á haustönn. Umsóknarfresti lauk 10. júní fyrir nemendur úr grunnskóla. Hvað varðar eldri nemendur er miðað við búið sé að sækja um fyrir lok maí en þó er hægt að sækja um fram til 26. ágúst. Best er að sækja um sem fyrst. Á vef skólans eru upplýsingar um námsframboð og þar er einnig hægt að sækja um nám.

Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu margir hafa sótt um nám í fjallamennsku en nú þegar hafa yfir 30 umsóknir borist. Það verður spennandi að fylgjast með framvindu mála þar.

Ekkert verður af fyrirhuguðu sumarnámi í FAS þar sem ekki bárust nægilega margar umsóknir.

Skrifstofa FAS lokar 19. júní og opnar aftur 5. ágúst. Það er hægt að hafa samband við Eyjólf skólameistara ef þörf þykir (eyjo@fas.is og 860 29 58).

Við vonum að allir eigi gott og gefandi sumar.

Aðrar fréttir

Metaðsókn í fjallamennskunám FAS

Metaðsókn í fjallamennskunám FAS

Eins og við höfum sagt frá áður fór fjallamennskunám FAS í gegnum mikla endurskipulagningu nú á vordögum. Með nýju skipulagi er m.a. verið að koma til móts við þá sem eru í vinnu en vilja bæta þekkingu sína og ná sér í starfsréttindi. Námið er líkt og áður 60 einingar...

Áhrif COVID-19 á erlent samstarf í FAS

Áhrif COVID-19 á erlent samstarf í FAS

Eins og margir vita tekur FAS þátt í mörgum erlendum samstarfsverkefnum og vegna COVID-19 hefur þurft að gera breytingar. Sumum verkefnum átti að ljúka á þessari önn. Hér er yfirlit yfir þau verkefni sem eru í gangi og hvernig er ráðgert að bregðast við til að hægt sé...

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Hún var ekki með hefðbundu sniði. Vegna takmörkunar á því hversu margir mega koma saman var útskrifað í tveimur hópum. Venjan er að skólameistari sjái um útskrift en að þessu sinni voru það nokkrir kennarar ásamt skólameistara sem sáu...