Innritun og sumarfrí í FAS

by 12.Jun.2020Fréttir

Nú stendur yfir innritun fyrir nám á haustönn. Umsóknarfresti lauk 10. júní fyrir nemendur úr grunnskóla. Hvað varðar eldri nemendur er miðað við búið sé að sækja um fyrir lok maí en þó er hægt að sækja um fram til 26. ágúst. Best er að sækja um sem fyrst. Á vef skólans eru upplýsingar um námsframboð og þar er einnig hægt að sækja um nám.

Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu margir hafa sótt um nám í fjallamennsku en nú þegar hafa yfir 30 umsóknir borist. Það verður spennandi að fylgjast með framvindu mála þar.

Ekkert verður af fyrirhuguðu sumarnámi í FAS þar sem ekki bárust nægilega margar umsóknir.

Skrifstofa FAS lokar 19. júní og opnar aftur 5. ágúst. Það er hægt að hafa samband við Eyjólf skólameistara ef þörf þykir (eyjo@fas.is og 860 29 58).

Við vonum að allir eigi gott og gefandi sumar.

Aðrar fréttir

Teams og fjarkennsla fimmtudag og föstudag

Nú er vitað að það er komið upp annað smit í sveitarfélaginu okkar. Á meðan það er verið að skoða stöðuna hefur verið ákveðið í FAS að bjóða upp á fjarkennslu í flestum áföngum í dag, fimmtudag og á morgun föstudag. Í einhverjum tilvikum verður þó um staðkennslu að...

Grímunotkun í FAS

Grímunotkun í FAS

Nú hefur komið upp smit á Höfn og við ætlum að bregðast við því í FAS með því að nota grímur í skólanum. Nemendur og starfsfólk fær afhentar grímur þegar þau mæta í skólann á morgun og verða að bera þær á meðan verið er í skólanum. Þar sem mælt er með að einnota...

Spennandi námskeið í FAS

Spennandi námskeið í FAS

Nú eru að fara af stað spennandi námskeið í FAS. Þetta eru námskeið sem nemendur á lista- og menningarsviði þurfa að taka í sínu námi. Námskeiðin eru jafnframt opin almenningi og eru ýmist í FAS eða Vöruhúsinu. Fyrsta námskeiðið verður síðustu helgina í september og...