Metaðsókn í fjallamennskunám FAS

28.maí.2020

Eins og við höfum sagt frá áður fór fjallamennskunám FAS í gegnum mikla endurskipulagningu nú á vordögum. Með nýju skipulagi er m.a. verið að koma til móts við þá sem eru í vinnu en vilja bæta þekkingu sína og ná sér í starfsréttindi. Námið er líkt og áður 60 einingar og samanstendur af vettvangsferðum og fjarnámi.

Þetta er sérhæft nám og er ætlað þeim sem vilja starfa við fjallamennsku og leiðsögn. Þeir sem ljúka náminu fá tiltekin réttindi innan fagfélags íslenskra fjallaleiðsögumanna AIMG. Þá fá nemendur viðurkennda þjálfun í fyrstu hjálp frá Landsbjörgu.

Þetta nýja skipulag á náminu sem var kynnt á vordögum hefur vakið mikla athygli og hafa umsóknir í fjallamennskunám FAS aldrei verið fleiri. Þeir sem eru enn að velta fyrir sér hvort þeir eigi að sækja um þurfa að drífa sig því umsóknarfrestur rennur út 31. maí. Hægt er að sækja um hér.

Fjallamennskudeild FAS er mjög spennt fyrir þessu spennandi verkefni sem bíður á komandi haustmisseri og hlakkar til að takast á við þetta krefjandi og skemmtilega verkefni.

Aðrar fréttir

Hæfniferð í fjallamennskunáminu

Hæfniferð í fjallamennskunáminu

Fyrri lokaferð fjallamennskunáms FAS var farin á dögunum 3. - 9. maí síðastliðinn. Ferðin heppnaðist með eindæmum vel og völdu nemendurnir sér mjög áhugaverð og viðeigandi verkefni. Fyrst var gengið frá Núpsstaðaskógi í Skaftafell á þremur dögum. Gengið var upp með...

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 15 stúdentar og einn nemandi útskrifast af starfsbraut. Nýstúdentar eru: Ásdís Ögmundsdóttir, Axel Elí Friðriksson, Björgvin Freyr Larsson, Guðbjörg Ómarsdóttir, Harpa Sigríður Óskarsdóttir, Helga Lára...