Nú er komið páskafrí

by 03.Apr.2020Fréttir

Eftir þrjár vikur í takmörkuðu skólahaldi er komið að langþráðu páskafríi. Nemendur okkar hafa sýnt þessu óvenjulega ástandi skilning og þolinmæði og unnið vel í breyttum námsaðstæðum. Bæði nemendur og kennarar eru sammála um að það sé einstaklega krefjandi að sitja langtímum saman fyrir framan tölvuskjá og sinna allri vinnu þar. Það er því afar kærkomið að taka pásu frá náminu og hugsa um sjálfan sig.

Nú hafa stjórnvöld framlengt takmörkun á skólahaldi til 4. maí og það þýðir að við verðum að halda áfram á sömu braut eftir páska. Skólahald hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 14. apríl og þá hittumst við aftur í gegnum Teams.

Við skulum öll nota páskafríið til að hvíla okkur og safna kröftum fyrir það sem framundan er. Höfum í huga að sofa vel, borða hollan mat (líka páskaegg) og að hreyfing er mikilvæg. Við skulum líka muna „að hlýða Víði“ því á þann hátt getum við best varið okkur.

Gleðilega páska!

Aðrar fréttir

Grímunotkun í FAS

Grímunotkun í FAS

Nú hefur komið upp smit á Höfn og við ætlum að bregðast við því í FAS með því að nota grímur í skólanum. Nemendur og starfsfólk fær afhentar grímur þegar þau mæta í skólann á morgun og verða að bera þær á meðan verið er í skólanum. Þar sem mælt er með að einnota...

Spennandi námskeið í FAS

Spennandi námskeið í FAS

Nú eru að fara af stað spennandi námskeið í FAS. Þetta eru námskeið sem nemendur á lista- og menningarsviði þurfa að taka í sínu námi. Námskeiðin eru jafnframt opin almenningi og eru ýmist í FAS eða Vöruhúsinu. Fyrsta námskeiðið verður síðustu helgina í september og...

Birkiskógurinn á Skeiðarársandi

Birkiskógurinn á Skeiðarársandi

Þeir sem eiga leið um Skeiðarársand geta allir orðið vitni að miklum breytingum á náttúrunni. Mest áberandi eru birkitrén sem mynda nú samfellda breiðu um miðbik sandsins. Í FAS viljum við gjarnan að nemendur verði meðvitaðir um umhverfi sitt og kynnist um leið...