Nú er komið páskafrí

by 03.Apr.2020Fréttir

Eftir þrjár vikur í takmörkuðu skólahaldi er komið að langþráðu páskafríi. Nemendur okkar hafa sýnt þessu óvenjulega ástandi skilning og þolinmæði og unnið vel í breyttum námsaðstæðum. Bæði nemendur og kennarar eru sammála um að það sé einstaklega krefjandi að sitja langtímum saman fyrir framan tölvuskjá og sinna allri vinnu þar. Það er því afar kærkomið að taka pásu frá náminu og hugsa um sjálfan sig.

Nú hafa stjórnvöld framlengt takmörkun á skólahaldi til 4. maí og það þýðir að við verðum að halda áfram á sömu braut eftir páska. Skólahald hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 14. apríl og þá hittumst við aftur í gegnum Teams.

Við skulum öll nota páskafríið til að hvíla okkur og safna kröftum fyrir það sem framundan er. Höfum í huga að sofa vel, borða hollan mat (líka páskaegg) og að hreyfing er mikilvæg. Við skulum líka muna „að hlýða Víði“ því á þann hátt getum við best varið okkur.

Gleðilega páska!

Deila

Aðrar fréttir

Metaðsókn í fjallamennskunám FAS

Metaðsókn í fjallamennskunám FAS

Eins og við höfum sagt frá áður fór fjallamennskunám FAS í gegnum mikla endurskipulagningu nú á vordögum. Með nýju skipulagi er m.a. verið að koma til móts við þá sem eru í vinnu en vilja bæta þekkingu sína og ná sér í starfsréttindi. Námið er líkt og áður 60 einingar...

Áhrif COVID-19 á erlent samstarf í FAS

Áhrif COVID-19 á erlent samstarf í FAS

Eins og margir vita tekur FAS þátt í mörgum erlendum samstarfsverkefnum og vegna COVID-19 hefur þurft að gera breytingar. Sumum verkefnum átti að ljúka á þessari önn. Hér er yfirlit yfir þau verkefni sem eru í gangi og hvernig er ráðgert að bregðast við til að hægt sé...

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Hún var ekki með hefðbundu sniði. Vegna takmörkunar á því hversu margir mega koma saman var útskrifað í tveimur hópum. Venjan er að skólameistari sjái um útskrift en að þessu sinni voru það nokkrir kennarar ásamt skólameistara sem sáu...