Nú er komið páskafrí

03.apr.2020

Eftir þrjár vikur í takmörkuðu skólahaldi er komið að langþráðu páskafríi. Nemendur okkar hafa sýnt þessu óvenjulega ástandi skilning og þolinmæði og unnið vel í breyttum námsaðstæðum. Bæði nemendur og kennarar eru sammála um að það sé einstaklega krefjandi að sitja langtímum saman fyrir framan tölvuskjá og sinna allri vinnu þar. Það er því afar kærkomið að taka pásu frá náminu og hugsa um sjálfan sig.

Nú hafa stjórnvöld framlengt takmörkun á skólahaldi til 4. maí og það þýðir að við verðum að halda áfram á sömu braut eftir páska. Skólahald hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 14. apríl og þá hittumst við aftur í gegnum Teams.

Við skulum öll nota páskafríið til að hvíla okkur og safna kröftum fyrir það sem framundan er. Höfum í huga að sofa vel, borða hollan mat (líka páskaegg) og að hreyfing er mikilvæg. Við skulum líka muna „að hlýða Víði“ því á þann hátt getum við best varið okkur.

Gleðilega páska!

Aðrar fréttir

Stuttmyndahátíð FAS

Stuttmyndahátíð FAS

Við nokkrir nemendur í FAS erum búin að vera vinna í því að gera stuttmyndir seinustu mánuði. Ferlið í þessum sviðslistaáfanga er búið að vera langt og skemmtilegt. Við höfum verið í þessu verkefni síðustu FJÓRA MÁNUÐI! Við skrifuðum handrit, tókum upp hljóð, mynd,...

Sjókajaknámskeið FAS

Sjókajaknámskeið FAS

Í apríl fóru fram tvö kajaknámskeið í fjallamennskunáminu. Þar fá nemendur örstutta hvíld frá fjöllunum og upplifa útivist sem er mjög frábrugðin klifri, jöklaferðum og skíðamennsku. Kajaknámskeiðið er frábær viðbót inn í flóru fjallamennskunámsins en þar opnast fyrir...

Úrslit í veggspjaldsamkeppni

Úrslit í veggspjaldsamkeppni

Eins og við sögðum frá í síðustu viku hefðu 10 nemendur átt að vera í Noregi í síðustu viku. Þó engin væru ferðalögin var tæknin notuð til að vinna saman. Í hópavinnu voru tveir nemendur frá hverju landi og saman átti að vinna að veggspjaldi þar sem unnið var með...