Komið þið sælir kæru nemendur,

Á meðan þetta ástand varir mun margt vera öðruvísi og ljóst að meira mæðir á öllum. Á meðan kennarar og nemendur finna taktinn í hvernig kennslan fer fram þá er nauðsynlegt að draga djúpt andann og muna að þessu ástandi mun linna. Foreldrar og forráðamenn skipta miklu máli í þessu öllu saman, gott að hvetja nemendur áfram og reiða fram hjálparhönd ef þess þarf og aðstæður leyfa.

Við hér í stoðteymi FAS erum öll að vilja gerð að veita þá aðstoð sem við getum veitt og hvetjum ykkur til að hafa samband. Við munum vera til staðar í gegnum netspjall (Teams) og tölvupósta auk þess sem hægt er að spjalla saman í síma. Einnig hvetjum við ykkur til að fylgjast vel með á Instagram en þar munum við deila með ykkur hjálplegum ráðum.

Fagkennarar geta alltaf veitt betri upplýsingar sem snúa beint að náminu og ég minni á að allir nemendur eiga einnig umsjónarkennara sem gott er að geta snúið sér til.

Númer eitt, tvö og þrjú er að leggja ekki árar í bát heldur standa saman og muna að við komumst yfir þetta.

Bestu kveðjur,

Fríður fridur@fas.is

Aðalheiður adalheidurth@fas.is